Vordagar og skólaslit

logo -stafalaustÍ næstu viku verða vettvangsdagar í Oddeyrarskóla og þá verða nemendur mikið úti. Þriðjudaginn 2. júní verður ratleikur og sund, miðvikudaginn 3. júní hlaupa neemndur til styrktar UNICEF (svokallað apahlaup) og fimmtudaginn 4. júní verða útileikar í skólanum. Því er mikilvægt að allir séu klæddir eftir veðri. Föstudagurinn 5.júní er síðasti skóladagurinn á þessu skólaári og þá verðum við með SMT uppskreruhátíð á sal skólans og munu nemendur troða upp.

Klukkan 13:00 þann dag verða skólaslit hjá 1.-7. bekk. Skólaslitin fara fram í íþróttasal skólans þar sem Kristín skólastjóri mun spjalla stuttlega við hópinn og slíta skólanum. Eftir það fara nemendur í stofur til umsjónarkennara og fá afhent námsmat.

Skólaslit hjá 8. – 10.bekk verða á sal sama dag kl. 17:00. Við þá athöfn fá nemendur námsmat, viðurkenningar verða veittar og 10. bekkurinn útskrifast. Við þetta tækifæri kveðjum við þá starfsmenn sem eru að hætta hjá okkur. Eftir dagskrá í sal er nemendum 10. bekkjar og foreldrum þeirra boðið í kaffisamsæti ásamt starfsfólki skólans.

Við bjóðum foreldra/forráðamenn sérstaklega velkomna á skólaslitin.

Síðast uppfært 29.05 2015