Vinningshafi í eldvarnargetraun

Í vikunni fengum við heimsókn frá fulltrúum í slökkviliðinu sem afhentu verðlaun fyrir góða frammistöðu í eldvarnargetraun. Nemendur í 3. bekk hafa um árabil svarað spurningum sem tengist eldvörnum og skólinn sér um að áframsenda svörin. Tveir nemendur í 3. bekk á Akureyri fengu viðurkenningarskjal og gjafabréf og það er skemmtilegt að annar þeirra nemenda komi úr Oddeyrarskóla. Til hamingju Anton.

Síðast uppfært 17.03 2022