Nemendur í 10. bekk hafa að undanförnu verið að vinna að stórum raunhæfum verkefnum í stærðfræði. Í dag buðu þeir foreldrum, nemendum og starfsfólki skólans á vorsýningu þar sem þeir kynntu afraksturinn.
Krakkarnir höfu frjálsar hendur um viðfangsefni og framsetningu og var ánægjulegt að sjá ólíkar útfærslur nemenda. Meðal annars mátti sjá niðurstöður kannanna, tölfræðiútreikninga og úthugsaðar viðskiptahugmyndir sem kannski munu líta dagsins ljós einhvern daginn.
Síðast uppfært 18.05 2016