1970 árgangurinn heimsækir skólann

1970 árgangurUm þessar mundir eru 30 ár síðan árgangur fæddur 1970 lauk grunnskólagöngu sinni hér í Oddeyrarskóla, þ.e. árið 1986. Af því tilefni hittist stór hluti hópsins um helgina og einn þáttur í dagskránni var að kíkja í heimsókn í gamla skólann. Kristín skólastjóri tók á móti hópnum, sýndi þeim skólann og skemmti sér yfir sögum úr skólagöngu þeirra.

Það var virkilega ánægjulegt að fá hópinn í heimsókn og vonandi þótti þeim gaman að fá innsýn í gamla skólann sinn 🙂

Síðast uppfært 21.05 2016