ANNAÐ SÆTI Í FIÐRINGI

Nemendur Oddeyrarskóla stóðu sig með mikilli prýði í Fiðringi, sem er hæfileikakeppni fyrir 8.-10. bekk á Norðurlandi. Undankeppni fór fram í Laugarborg í síðustu viku og komust nemendur Oddeyrarskóla áfram í úrslitakeppnina sem haldin var í Hofi í gærkvöldi. Atriðið þeirra, Hjálp,  sem þau sömdu sjálf og æfðu undir stjórn Úlfhildar Örnólfsdóttur, lenti í öðru sæti í keppninni. 

Þetta er í annað sinn sem Fiðringur er haldin. Í fyrra voru það einungis skólar á Akureyri sem tóku þátt og urðu nemendur Oddeyrarskóla þá einnig í öðru sæti. 

Síðast uppfært 29.06 2023