Árshátíð

Þessa vikuna standa yfir æfngar vegna árshátíðar skólans sem fram fer í vikulokin. Föstudagurinn 27. janúar er tvöfaldur skóladagur en eftir hádegishlé sýna allir árgangar sín atriði fyrir samnemendur og starfsfólk skólans. Á laugardaginn eru síðan leiksýningar fyrir foreldra og forrðáðamenn og aðra nákomna. Frekari upplýsingar um árshátíðana má finna hér í þessu foreldrabréfi. Vert er að minna á glæsilegt kaffihlaðborð foreldrafélagsins á laugardaginn sem verður í boði milli leiksýninga en sýningar verða sem hér segir:

Fyrsta sýning kl. 11:30 1., 5., 9. og 10. bekkur

Önnur sýning kl. 13:00 2., 4., 7. og 10. bekkur

Þriðja sýning kl. 14:30 3., 6., 8. og 10. bekkur

Síðast uppfært 24.01 2023