Útivistardagur í Hlíðarfjalli fimmtudaginn 27. mars

Stefnt er á útivistardag í Hlíðarfjalli næsta fimmtudag. Dagskrá verður sem hér segir:

1. – 4. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:10. Rútur í Hlíðarfjall kl. 09:00 og til baka kl.11:00.  

5. – 7. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:10. Rútur í Hlíðarfjall kl. 08:30 og til baka kl. 11:30 eða 12:00

8. – 10. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:30. Rútur í Hlíðarfjall kl. 8:45 og til baka kl. 11:30 eða 12:00

Skóla lýkur að hádegisverði loknum en frístundarbörn sem skráð eru fara beint þangað.

Sjónlistardagurinn 12. mars

Sjónlistadagurinn var 12. mars en hann er viðburður sem endurtekinn er ár hvert á landsvísu og á Norðurlöndum. Hann á sér stað á miðvikudegi í mars (viku 11). Dagurinn einblýnir á börn, ungmenni og myndlist og sýnir fjölbreytileika myndmenntarkennslu og mikilvægi tjáningu barna og ungmenna – bæði í skóla og frítíma. Að þessu sinni er innblásturinn tekinn frá Jen Stark sem notar leikföng og pop up bækur sem kveikju á sinni list. 

Hópur af nemendum í 3. og 4. bekk settu verkið upp með hjálp starfsfólki skólans. 

Upplestrarkeppnin Upphátt

Á miðvikudaginn var undankeppni fyrir Upphátt upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk.  Eftir miklar vangaveltur hjá dómnefndinni var niðurstaðan sú að Atlanta og Karitas báru sigur úr bítum og verða þær því okkar fulltrúar á lokakeppninni sem fram fer í hátíðarsal Háskólans á Akureyri þann 18. mars n.k. 

Viðurkenning fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar

Í gær, 28. febrúar, fór fram við hátíðlega athöfn viðurkenning fræðslu- og lýðheilsuráðs í Naustaskóla á Akureyri. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Veittar eru viðurkenningar í flokkinum nemendur, starfsfólk og verkefni. Viðurkenningin er staðfesting á að viðkomandi skóli/starfsmaður/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til. Að þessu sinni hlaut Snjóki viðurkenningu fyrir metnað, kurteisi og velvild gagnvart öðru fólki og þær Magga og Linda hlutu viðurkenningu fyrir foreldranámskeiðið í 1. bekk, „tengjumst í leik“. Innilegar hamingjuóskir.

Nemendaþing í Oddeyrarskóla

Nemendaþing fór fram í Oddeyrarskóla í dag þar sem nemendur í 1.-8. bekk komu saman til að ræða mikilvæg málefni skólastarfsins. Nemendur úr 9. og 10. bekk tóku að sér ábyrgðarmikil hlutverk sem hópstjórar og ritarar og stýrðu umræðum af fagmennsku og alúð.

Á þinginu ræddu nemendur um einkenni góðra kennara og nemenda og hvernig góður námsfélagi á að vera. Það var gaman að sjá hversu vel nemendur okkar taka þátt í umræðunum og hversu vel þeir ígrunda þessi mikilvægu málefni.

Nemendur fengu einnig tækifæri til að ræða það sem þeim finnst gott við Oddeyrarskóla og koma með hugmyndir að því sem mætti bæta. Þessi nálgun gefur nemendum tækifæri til að hafa áhrif á sitt nærumhverfi og læra um lýðræðisleg vinnubrögð í leiðinni.

Við erum stolt af því hvernig eldri nemendur taka að sér forystuhlutverk og hvernig yngri nemendur taka virkan þátt í umræðunum. Þetta er góð leið til að efla samstarf milli árganga og styrkja skólaandann.

Niðurstöður þingsins verða nýttar til að bæta skólastarfið og gera Oddeyrarskóla að enn betri stað til að læra og þroskast. Hér má sjá myndir.

Opið hús fyrir foreldra/forráðamenn verðandi 1. bekkinga

Oddeyrarskóli býður foreldrum og forráðamönnum væntanlegra fyrstu bekkinga að koma í heimsókn miðvikudaginn 26. febrúar milli klukkan 12:00 og 13:00. Þetta er kjörið tækifæri til að kynna sér skólann og fá innsýn í starfið sem fram fer innan veggja hans.

Við segjum frá skólastarfinu og sýnum skólahúsnæðið. Við hvetjum alla foreldra og forráðamenn verðandi fyrstu bekkinga til að nýta þetta tækifæri og koma í heimsókn. Vinsamlegast notið starfsmannainngang við Grenivelli. 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Ekki útivistardagur 10. febrúar

Vegna slæmra aðstæðna hefur útivistardegi í Hlíðarfjalli, sem átti að vera 10. febrúar, verið frestað. Aðstæður eru ekki góðar eins og er en vonandi gefst tækifæri til að fara síðar í vetur.

Lífshlaupið 2025

Spennandi Lífshlaupsáskorun hefst í skólanum! 🏃‍♂️🏃‍♀️

Nú er komið að því sem margir hafa beðið eftir með eftirvæntingu – Lífshlaupið 2025 er hafið. Þetta frábæra framtak, sem hvetur okkur öll til að hreyfa okkur meira og lifa heilbrigðara lífi. Setning fór fram á sal skólans í dag þar sem heilsueflingarnefnd skipulagði viðburð og nemendur og starfsfólk dansaði saman.

Nemendakeppnin hefst af krafti þann 5. febrúar og stendur til 18. febrúar. Þetta er frábært tækifæri fyrir alla nemendur til að taka þátt í skemmtilegri áskorun þar sem hver og einn getur lagt sitt af mörkum til að efla heilsuna og styrkja bekkjarliðið sitt. Við hvetjum alla nemendur til að vera með, því saman erum við sterkari!

Starfsfólk skólans lætur ekki sitt eftir liggja og tekur þátt í sérstakri starfsmannakeppni sem stendur enn lengur, eða frá 5. til 25. febrúar. Það er einstaklega hvetjandi fyrir nemendur að sjá kennarana sína og annað starfsfólk taka virkan þátt í verkefninu.

Lífshlaupið er frábær leið til að koma sér af stað, prófa nýja hreyfingu og hafa gaman saman. Hver mínúta telur og öll þátttaka skiptir máli! Hvort sem þú velur að ganga, hlaupa, hjóla eða dansa – allt er það framlag til heilsunnar og liðsheildarinnar.

Nú er tækifærið til að taka þátt í þessari skemmtilegu áskorun. Sýnum hvað í okkur býr og gerum þetta „lífshlaupsár“ að því besta hingað til! Áfram við öll! 💪