Árshátíð Oddeyrarskóla verður haldin fimmtudaginn 30. janúar. Að morgni eru sýningar fyrir alla nemendur skólans en eftir hádegi eru foreldrasýningar. Að þessu sinni verða sýningar tvær. Ekkert kostar inn á sjálfar sýningarnar en frjáls framlög á reikning nemendafélagsins eru vel þegin, 0302-13-000229, kt. 4509082580.
Kaffisala foreldrafélagsins er eftir báðar sýningar. Við hvetjum alla til að staldra við og gæða sér á glæsilegum veitingum og styrkja þar með foreldrafélagið. Verð er krónur 1500 fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Hægt er að kaupa miða í kaffihlaðborðið fyrirfram hjá ritara, best að hafa samband við sunneva@oddeyrarskoli.is ef menn vilja forðast raðir og einnig verða seldir „kaffimiðar“ fyrir sýningu. Posi á staðnum.
Fyrsta vika vorannar hófst á skemmtilegan og óhefðbundinn hátt á unglingastigi. Kennsla samkvæmt stundaskrá var felld niður og í staðinn haldin smiðja sem lagði áherslu á að efla námsvitund nemenda og stuðla að bættri námsmenningu.
Á mánudaginn fengu nemendur tækifæri til að ígrunda eigin sjálfsmynd, byggja upp sjálfstraust og velta fyrir sér eigin gildum, hlutverki og framtíðardraumum. Þeir voru hvattir til að skoða hvert þeir vilja stefna og hverju þeir vilja ná fram í lífinu.
Á þriðjudaginn var farið yfir mikilvægi markmiðasetningar þar sem nemendur lærðu að setja sér SMART markmið fyrir bæði námið og daglegt líf. Að auki var haldið nemendaþing þar sem þau ræddu saman í hópum um ýmis málefni tengd náminu, svo sem metnað, mikilvægasta fagið að þeirra mati, samskipti kennara og nemenda og fleira. Þetta gaf nemendum gott tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós og læra hver af öðrum.
Miðvikudagurinn var tileinkaður fjölbreyttum leikjum og æfingum sem miðuðu að því að efla jákvæð samskipti og byggja upp traust milli nemenda. Þeir fengu tækifæri til að stíga út fyrir þægindarammann, æfa sig í að treysta félögum sínum og leggja áherslu á að sýna virðingu, styðja hvert annað og vinna saman.
Á fimmtudaginn var fjallað um hugarfar og starfsemi heilans. Nemendur lærðu hvernig þeir geta tileinkað sér vaxandi hugarfar, bæði í námi og lífinu almennt. Einnig var lögð áhersla á mikilvægi seiglu og þrautseigju við að takast á við erfið verkefni og áskoranir. Að auki fengu nemendur innsýn í starfsemi heilans, þar sem þau kynntust mismunandi hlutum hans og hlutverkum þeirra. Þetta veitti nemendum betri skilning á því hvernig hugarfar getur haft áhrif á hegðun og tilfinningar þeirra.
Smiðjan endaði svo á uppskeruhátíð á föstudeginum þar sem niðurstöður úr verkefnum vikunnar voru kynntar áður en farið var í Skautahöllina. Hér má sjá fleiri myndir.
10. bekkur Oddeyrarskóla ætlar að skella í eitt gott nýársbingó næstkomandi sunnudag, 12. janúar. Fullt af góðum vinningum og vöfflusala í hléi. Við mælum með að fólk mæti snemma, því það hefur gerst að færri hafa komist að en vilja. Húsið opnar kl 13:30 og mun spjaldið kosta 1000.- Hlökkum til að sjá ykkur, Nemendur 10. bekkjar Oddeyrarskóla
Starfsfólk Oddeyrarskóla óskar öllum nemendum, foreldrum og forráðamönnum ásamt öðrum velunnurum skólans gleðilegrar jólahátíðar með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Skólahald hefst að nýju skv. stundaskrá 6. janúar. Frístund er opin 2. janúar fyrir þau börn sem búið er að skrá þann dag.
Undanfarnar vikur hafa nemendur á unglingarstigi tekið þátt í kosningaverkefni. Nemendum var skipt í hópa þvert á bekki og dregið var um hver væri með hvaða stjórnmálaflokk. Nemendur fengu svo það verkefni að útbúa kynningu á flokknum og mátti nota allar hugmyndir til að gera „sinn“ flokk sem áhugaverðastan. Í dag voru svo settir upp kynningarbásar og kjörklefi og þegar nemendur á mið- og unglingastigi höfðu kynnt sér hvað flokkarnir hafa fram að bjóða, með framsetningu nemenda, var gengið til kosninga. Hér má sjá nokkrar myndirfrá kjördegi í Oddeyrarskóla.
Þann 8. nóvember er forvarnardagur gegn einelti. Í Oddeyrarskóla er komin áralöng hefð á að gefa nemendum í 1. bekk húfur sem á stendur „GEGN EINELTI“. Húfurnar eru síðan merktar hverju barni. Starfsmenn skólans, foreldrar og aðrir velunnarar prjóna húfurnar fyrir skólann og við erum nú þegar byrjuð að safna húfum fyrir 1. bekk á næsta skólaári. Að þessu sinni fengu líka tveir nemendur í 2. bekk húfur en þeir byrjuðu í skólanum eftir að fyrsti bekkur í fyrra fékk sínar húfur.
Í síðustu viku var söngsalur í Oddeyrarskóla þar sem allir nemendur komu saman inni í íþróttasal. Í upphafi var veitt viðurkenning fyrir „Göngum í skólann“ en það var 2. bekkur sem stóð sig hlutfallslega best og fékk viðurkenningarskjal frá heilsueflingarnefnd. Þá var veitt viðurkenning á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi fyrir Skólahlaup ÍSÍ.
Á þessari söngstund voru sungin óskalög nemenda en nemendur í öllum árgöngum máttu velja sér eitt lag og texti var birtur á skjá. Þetta var skemmtilegt uppbrot í samstarfi við Tónlistaskólann en við reiknum með að hafa fjóra söngsali á skólaárinu.
Þriðjudaginn 15. október verður vinnustofa um farsældarsáttmálann í samvinnu við Heimili og skóla. Við viljum sjá sem flesta og eiga samtal með farsæld og framtíð nemenda okkar í að leiðarljósi. Hér má lesa meira um farsældarsáttmála.
Í ár eru 80 ár liðin frá stofnun íslenska lýðveldisins. Af því tilefni hafa fulltrúar Alþingis heimsótt skóla á landsbyggðinni undir merkjum Lýðræðislestarinnar og sett upp hlutverkaleikinn Skólaþing fyrir nemendur í 10. bekk.
Nemendur í 10. bekk Oddeyrarskóla fengu í morgun heimsókn og settu sig í spor þingmanna og tóku afstöðu til lagafrumvarps um herskyldu.
Eftir þingfundi og breytingartillögur var samþykkt með minnsta mögulega mun 11 á móti tíu að stofna her sem fólk gæti sótt um að að vera í og fengi greitt fyrir en að ekki væri skylda að ganga í.
Umræður á milli nemenda hélt áfram fram eftir degi og augljóst að allir höfðu bæði gagn og gaman af.
Foreldrafélag skólans kom færandi hendi í vikunni með veglega bókagjöf en þar voru um 30 bókatitlar og eitthvað sem hentar öllum aldurshópum. Þá gaf foreldrafélagið tíu skákklukkur og poolborð sem staðsett verður í Stapa þannig að unglingar hafa aðgang að því í frímínútum. Það er kærkomin viðbót við afþreyingarefni í símafríi á unglingastigi.
Vafraköku stillingar
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir eða hafna notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.
Nauðsynlegar kökur
Always active
Nauðsynlegar kökur tryggja eðlilega virkni og öryggi tenginga.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Tölfræðikökur
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.Tölfræðikökur þessar kökur aðstoða aðstandendur vefsvæðisins að skilja hvernig notendur upp til hópa haga sér á vefsvæðinu.
Markaðskökur
Markaðskökur eru notaðar til að fylgja notendum milli vefsvæða. Markmið þeirra er fyrst og fremst að sýna notendum auglýsingaefni sem líklega hefur vægi fyrir notendann.