Gjöf frá foreldrafélagi Oddeyrarskóla

Foreldrafélag skólans kom færandi hendi í vikunni með veglega bókagjöf en þar voru um 30 bókatitlar og eitthvað sem hentar öllum aldurshópum. Þá gaf foreldrafélagið tíu skákklukkur og poolborð sem staðsett verður í Stapa þannig að unglingar hafa aðgang að því í frímínútum. Það er kærkomin viðbót við afþreyingarefni í símafríi á unglingastigi.

Lögreglan í heimsókn

Í morgun fengu nemendur skólans óvænta en ánægjulega heimsókn þegar tveir lögregluþjónar birtust fyrir klukkan átta. Þeir fóru í gönguferð um skólann og heilsuðu upp á nemendur sem mættir voru og gáfu sig á tal við þá. Forvitni nemenda var vakin og margir höfðu áhuga á að spyrja ýmissa spurninga og löggan var mjög svo til í spjall við nemendur. Margir veltu fyrir sér tilefni og af hverju þeir væru inni í skólanum og hvort einhverjir hefðu gert eitthvað af sér en sú var nú ekki raunin. Heimsóknin var bara á jákvæðum nótum og fyrst og fremst að sýna sig og sjá aðra. Þeir eru búnir að fara í einhverja skóla í bænum og stefnan að fara í fleiri. Lögreglan fer alltaf hring á bíl í nágrenni grunnskóla á morgnana en þetta var skemmtileg viðbót og tilbreyting og vonandi eitthvað sem hægt er að gera oftar.

Jafnrétti í þematímum á unglingastigi

Nemendur á unglingastigi eru að vinna þemaverkefni um jafnrétti. Sem kveikja að verkefninu komu þær Maríu og Freydís með jafningjafræðslu en þær eru meðlimir í FemMA,  Femínistafélag Menntaskólans á Akureyri. 

Hverfisfundur í Oddeyrarskóla fimmtudaginn 19. sept kl. 17:00

Hverfisfundur verður í matsal Oddeyrarskóla fimmtudaginn 19. september kl. 17.00. Gangið inn um aðaldyr að sunnan (í þriggja hæða byggingunni).

Boðið verður upp á barnahorn og grillaðar pylsur 😊 Þarna fá íbúar tækifæri til að hafa áhrif á sitt nærumhverfi með beinu samtali við bæjarfulltrúa.

Sjá nánar hér: https://www.akureyri.is/is/frettir/byrdu-i-naustahverfi-hagahverfi-eda-a-oddeyri

Skólabyrjun 2024

Skólasetning verður í Oddeyrarskóla 22. ágúst. Við þrískiptum setningu en nemendur mæta í íþróttasalinn og fara síðan í heimastofur í fylgd kennara. Foreldrar eru velkomnir með á skólasetningu.

2. – 4. bekkur klukkan 9:00

5. – 7. bekkur klukkan 9:30

8. – 10. bekkur klukkan 10:00

Nemendur og foreldrar í 1. bekk mæta ekki á skólasetningu en fara í viðtal hjá umsjónarkennara.

Júnídagar í skólanum

Nú er farið að styttast í lok þessa skólaárs og í næstu viku verður ýmislegt uppbrot í gangi. Óþarfi er að mæta með skóladót þessa daga en það þarf gott nesti og föt sem henta veðri. Veðurspá er því miður það slæm að við þurfum að draga úr fyrirhugaðri útiveru en breytt dagskrá flyst þess í stað inn í skóla. Dagskráin er eftirfarandi:

3. júní vordagur – UNICEF áheitahlaup – Hér er slóð til að leggja inn styrk og að því loknu stuttar ferðir innanbæjar eða uppbrot inni í skóla. Skólalok skv. stundaskrá.

4. júní vordagur – stuttar ferðir innanbæjar og/eða uppbrot inni í skóla. Skólalok skv. stundaskrá.

5. júní Oddóleikar – leikir og þrautir á skólalóðinni eða inni eftir aðstæðum. Koma með handklæði og aukaföt ef það viðrar til útiveru. Skóla lýkur um hádegi hjá nemendum.

6. maí skólaslit, mæting á sal skólans.

  • kl. 9.00 hjá 1. – 7. bekk,
  • kl. 14:30 hjá 8. – 10. bekk. Á eftir er kaffi og meðlæti í boði skólans fyrir nemendur og nánustu aðstandendur útskriftarnemenda í 10. bekk

Skóli verður settur aftur fimmtudaginn 22. ágúst kl. 9:00 en þá mæta allir nemendur nema þeir sem fara í 1. bekk.

Lestarkeppnin Upphátt

Í vikunni var undankeppni Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri. Þar lásu nemendur úr 7. bekk upphátt mismunandi texta. Allir keppendur stóðu sig mjög vel, en að lokum þurfti að velja tvo nemendur til að keppa fyrir hönd skólans í lokakeppninni sem haldin verður 7. mars næstkomandi í Hofi. Kirsta og Emma lásu best að mati dómnefndar. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í lokakeppninni í næstu viku. 

Starfamessa 29. febrúar

Fimmtudaginn 29. febrúar frá kl. 9:00 – 10:00 verður nemendum í 9. og 10. bekk Oddeyrarskóla boðið að koma á starfamessu í HA til þess að kynna sér fjölbreytt störf og fyrirtæki á svæðinu.

Sterk út lífið

Skólinn býður upp á fræðslu með yfirskriftina Sterk út í lífið! Hvað mótar sterkan einstakling og hvernig geta foreldrar/forráðamenn stuðlað að bættri sjálfsmynd barna sinna? Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur verður með erindið í fjarfundi þriðjudaginn 27. febrúar kl. 17:00-17:45. Við reiknum með um það bil hálftíma erindi og umræðum í 15 mínútur.

Fræðslan er liður í Velferðarverkefninu okkar Bætt líðan – aukin fræðsla og byggja efnistök m.a. á óskum foreldra frá því á haustfundi 2023.

Foreldrar og forráðamenn hafa nú þegar fengið sendan hlekk vegna fundarins.

Árshátíð 2024

Árshátíð Oddeyrarskóla er haldin dagana 24. og 25. janúar. Þann 24. janúar eru sýningar fyrir nemendur á skólatíma en 25. janúar eru sýningar fyrir foreldra, forráðamenn og aðra nákomna. Nemendur eru í umsjón kennara meðan á sýningum þeirra stendur.

  • Fyrsta sýning kl. 14:00   2.  4. 7. og 10. bekkur. 
  • Önnur sýning kl. 15:30   1. 5. 8. og 10. bekkur. 
  • Þriðja sýning kl. 17:00   3. 6. 9. og 10. bekkur.

Ekkert kostar inn á árshátíð en foreldrar mega leggja inn frjáls framlög á reikning nemendafélags og ágóðinn nýtist í þágu nemenda s.s. vegna uppbrots eða rútuferða. 0302 – 13 – 000229, kennitala 450908-2580, nemendafélag Oddeyrarskóla söfnunarreikningur.

Við minnum á glæsilegt kaffihlaðborð foreldrafélagsins sem verður opið frá klukkan 14:00 – 17:00 og er hægt að njóta veitinga annað hvort fyrir eða eftir sýningar. Hér er bréf frá foreldrafélaginu.