Bingó – fjáröflun 10. bekkjar

10. bekkur Oddeyrarskóla ætlar að skella í eitt gott nýársbingó næstkomandi sunnudag, 12. janúar. Fullt af góðum vinningum og vöfflusala í hléi.
Við mælum með að fólk mæti snemma, því það hefur gerst að færri hafa komist að en vilja.
Húsið opnar kl 13:30 og mun spjaldið kosta 1000.-
Hlökkum til að sjá ykkur,
Nemendur 10. bekkjar Oddeyrarskóla

Gleðileg jól

Starfsfólk Oddeyrarskóla óskar öllum nemendum, foreldrum og forráðamönnum ásamt öðrum velunnurum skólans gleðilegrar jólahátíðar með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Skólahald hefst að nýju skv. stundaskrá 6. janúar. Frístund er opin 2. janúar fyrir þau börn sem búið er að skrá þann dag.

Að venju var jólahurðasamkeppni en hér má sjá myndir af bekkjarstofum og svo nokkrar myndir þar sem starfsmenn tóku sig til og skreyttu. Dómnefnd valdi hurðir 4. bekkjar og 9. bekkjar sem flottustu jólahurðirnar þetta árið.

Kosningaþema á unglingastigi

Undanfarnar vikur hafa nemendur á unglingarstigi tekið þátt í kosningaverkefni. Nemendum var skipt í hópa þvert á bekki og dregið var um hver væri með hvaða stjórnmálaflokk. Nemendur fengu svo það verkefni að útbúa kynningu á flokknum og mátti nota allar hugmyndir til að gera „sinn“ flokk sem áhugaverðastan. Í dag voru svo settir upp kynningarbásar og kjörklefi og þegar nemendur á mið- og unglingastigi höfðu kynnt sér hvað flokkarnir hafa fram að bjóða, með framsetningu nemenda, var gengið til kosninga. Hér má sjá nokkrar myndir frá kjördegi í Oddeyrarskóla.

Forvarnardagur gegn einelti

Þann 8. nóvember er forvarnardagur gegn einelti. Í Oddeyrarskóla er komin áralöng hefð á að gefa nemendum í 1. bekk húfur sem á stendur „GEGN EINELTI“. Húfurnar eru síðan merktar hverju barni. Starfsmenn skólans, foreldrar og aðrir velunnarar prjóna húfurnar fyrir skólann og við erum nú þegar byrjuð að safna húfum fyrir 1. bekk á næsta skólaári. Að þessu sinni fengu líka tveir nemendur í 2. bekk húfur en þeir byrjuðu í skólanum eftir að fyrsti bekkur í fyrra fékk sínar húfur.

Söngsalur 9. október

Í síðustu viku var söngsalur í Oddeyrarskóla þar sem allir nemendur komu saman inni í íþróttasal. Í upphafi var veitt viðurkenning fyrir „Göngum í skólann“ en það var 2. bekkur sem stóð sig hlutfallslega best og fékk viðurkenningarskjal frá heilsueflingarnefnd. Þá var veitt viðurkenning á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi fyrir Skólahlaup ÍSÍ.

Á þessari söngstund voru sungin óskalög nemenda en nemendur í öllum árgöngum máttu velja sér eitt lag og texti var birtur á skjá. Þetta var skemmtilegt uppbrot í samstarfi við Tónlistaskólann en við reiknum með að hafa fjóra söngsali á skólaárinu.

Lýðræðislestin

Í ár eru 80 ár liðin frá stofnun íslenska lýðveldisins. Af því tilefni hafa fulltrúar Alþingis heimsótt skóla á landsbyggðinni undir merkjum Lýðræðislestarinnar og sett upp hlutverkaleikinn Skólaþing fyrir nemendur í 10. bekk.

Nemendur í 10. bekk Oddeyrarskóla fengu í morgun heimsókn og settu sig í spor þingmanna og tóku afstöðu til lagafrumvarps um herskyldu.

Eftir þingfundi og breytingartillögur var samþykkt með minnsta mögulega mun 11 á móti tíu að stofna her sem fólk gæti sótt um að að vera í og fengi greitt fyrir en að ekki væri skylda að ganga í. 

Umræður á milli nemenda hélt áfram fram eftir degi og augljóst að allir höfðu bæði gagn og gaman af. 

Gjöf frá foreldrafélagi Oddeyrarskóla

Foreldrafélag skólans kom færandi hendi í vikunni með veglega bókagjöf en þar voru um 30 bókatitlar og eitthvað sem hentar öllum aldurshópum. Þá gaf foreldrafélagið tíu skákklukkur og poolborð sem staðsett verður í Stapa þannig að unglingar hafa aðgang að því í frímínútum. Það er kærkomin viðbót við afþreyingarefni í símafríi á unglingastigi.

Lögreglan í heimsókn

Í morgun fengu nemendur skólans óvænta en ánægjulega heimsókn þegar tveir lögregluþjónar birtust fyrir klukkan átta. Þeir fóru í gönguferð um skólann og heilsuðu upp á nemendur sem mættir voru og gáfu sig á tal við þá. Forvitni nemenda var vakin og margir höfðu áhuga á að spyrja ýmissa spurninga og löggan var mjög svo til í spjall við nemendur. Margir veltu fyrir sér tilefni og af hverju þeir væru inni í skólanum og hvort einhverjir hefðu gert eitthvað af sér en sú var nú ekki raunin. Heimsóknin var bara á jákvæðum nótum og fyrst og fremst að sýna sig og sjá aðra. Þeir eru búnir að fara í einhverja skóla í bænum og stefnan að fara í fleiri. Lögreglan fer alltaf hring á bíl í nágrenni grunnskóla á morgnana en þetta var skemmtileg viðbót og tilbreyting og vonandi eitthvað sem hægt er að gera oftar.

Jafnrétti í þematímum á unglingastigi

Nemendur á unglingastigi eru að vinna þemaverkefni um jafnrétti. Sem kveikja að verkefninu komu þær Maríu og Freydís með jafningjafræðslu en þær eru meðlimir í FemMA,  Femínistafélag Menntaskólans á Akureyri.