Afmælisbarn dagsins!

Krakkarnir á yngsta stigi komu skólastjóranum á óvart í sameiginlegri söngstund í dag og sungu fyrir hana í tilefni afmælisdagsins hennar 🙂 Til hamingju með daginn elsku Kristín okkar.

.IMG_5088 IMG_5089

Heimsókn á Minjasafn

6. bekkur fór í frábæra heimsókn á Minjasafnið á dögunum. Þar fræddust við um matarmenningu Íslendinga fyrr á öldum, hlustuðum á sögur og fleira skemmtilegt. Veðrið lék við okkur þennan dag og nutum við útiverunnar á leið til baka í skólann.

IMG_3036IMG_3057

Þrumugleði hjá 6. bekk

 

Nemendur í 6. bekk héldu þrumugleði í tilefni þess að safnast hafði áttföld bekkjarstærð af þrumum. Í þetta sinn varð leikjatími fyrir valinu og mátti þá koma með tölvur og tæki að heiman til að leika með. Einnig á skólinn nokkuð gott safn af tólum og tækjum sem hægt var að grípa í. Við tengdum leikjatölvu við skjávarpa svo hægt væri að spila skemmtilega íþróttaleiki á risastórum skjá. Meðal þess sem keppt var í var keila og borðtennis.

 

 

IMG_20140213_132055 IMG_20140213_132101 IMG_20140213_132114