Bókagjöf frá foreldrafélaginu

Það var kærkomin gjöfin sem börnin færðu Þórarni á bókasafninu í morgun fyrir hönd foreldrafélagsins, en um var að ræða fjöldan allan af nýjum barna- og unglingabókum. Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu gjöf og munum svo sannarlega njóta þess að lesa, skoða og ræða saman um efni bókanna.

Síðast uppfært 02.02 2021