Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Miðvikudaginn 10. febrúar fór fram undankeppni þar sem fulltrúar Oddeyrarskóla í lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar voru valdir. Margir nemendur tóku þátt og stóðu sig með stakri prýði. Þá voru nemendur bekkjarins í heild til fyrirmyndar sem áheyrendur og hefði mátt saumnál detta þann tíma sem keppnin fór fram. Fjóla, Þórarinn og Helga voru dómarar. Fulltrúar Oddeyrarskóla í lokakeppninni verða Arney, Helgi og Gunnar til vara.

Síðast uppfært 11.02 2021