Rithöfundurinn Brynja Sif Skúladóttir heimsótti á dögunum nemendur á miðstigi Oddeyrarskóla. Í heimsókninni ræddi hún um sköpun ævintýra og las fyrir nemendur úr nýjustu bók sinni Nikký og baráttan um bergmálstréð.
Fyrir heimsóknina hafði Brynja Sif útbúið verkefni sem miðar að því að efla ímyndunarafl nemenda. Verkiefnið kallast „Ævintýrið í mér – veistu hvað þú getur?“ Krakkarnir á miðstigi unnu verkefnið og virtust þeir hafa bæði mikið gagn og gaman af heimsókn Brynju Sifjar.
Sjónvarspsstöðin N4 fylgdi Brynju Sif í heimsóknina og ef smellt er á eftirfarandi slóð má sjá myndbrot úr heimsókninni og viðtal við Brynju Sif: http://www.n4.is/is/thaettir/file/ny-barnabok-fra-brynju-sif
Síðast uppfært 25.10 2014