Nú stendur yfir lestarátak Ævars vísindamanns, sem lýkur 1. mars og hvetjum við nemendur til að taka þátt. Af því tilefni verður bóksafn skólans opið frá 16:30-18:00 fimmtudagana 14. og 21. febrúar næstkomandi. Boðið verður upp á djús og kaffi og starfsmenn verða til taks að aðstoða við val á bókum. Viljum við hvetja nemendur og foreldra ti lað koma á á safnið og fá sér bækur til að lesa saman á síðustu dögum átaksins.
Í febrúarmánuði fer fram innritun nemenda sem hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrar haustið 2019.
Í tengslum við innritun nemenda verður Oddeyrarskóli með opið hús miðvikudaginn 13. febrúar kl. 9:00 – 11:00 og eru foreldrar hvattir til að koma og kynna sér skólann.
Annað kvöld stendur Heilsueflingarnefnd Oddeyrarskóla fyrir fræðslufundi fyrir foreldra barnanna í skólanum um geðheilbrigði barna. Eyrún Kristína Gunnarsdóttir sálfræðingur og Guðbjörg Ingimundardóttir félags- og PMTO ráðgjafi verða með erindi á fundinum.
Vinsamlegast lesið auglýsinguna á eftirfarandi hlekk og merkið við hvort þið komið eða ekki.
Skíðaferð nemenda og starfsmanna Oddeyrarskóla verður þriðjudaginn 12. febrúar (en ekki 7. febrúar eins og fram koma á skóladagatali).
Foreldrar og forráðamenn fá nánari upplýsingar um skíðadaginn í næstu viku og verður þá einnig gengið frá skráningu á lánsbúnaði fyrir nemendur í 4. – 10. bekk.
Samkvæmt skólastefnu og fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar stendur foreldrum til boða að velja í hvaða skóla börn þeirra fara. Til að auðvelda val foreldra bjóða grunnskólar bæjarins upp á opið hús nú í febrúar. Til að innrita börnin í grunnskóla þarf að skila inn umsókn á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://akg.esja.com/form/index.php
Í tengslum við skólaval og innritun verður Oddeyrarskóli með opið hús kl. 9-11 miðvikudaginn 13. febrúar.
Á laugardaginn héldum við árshátíð nemenda hér í Oddeyrarskóla. Dagurinn heppnaðist afskaplega vel með frábærum undirbúningi starsfmanna og foreldra.
Sýningar voru þrjár yfir daginn og á milli sýninga stóð foreldrafélagið að vanda fyrir stórglæsilegu kaffihlaðborði. Foreldrar frá öllum nemendum skólans leggja til bakkelsi á hlaðborð. Mæting var góð og þökkum við öllum foreldrum og öðrum gestum fyrir komuna.
Atriði 10. bekkjar er viðamesta atriði árshátíðar að þessu sinni var það Sindri Snær Konráðsson sem leikstýrði þeim við útfæslu á leikgerð kvikmyndarinnar Dirty Dancing. Foreldrafélag skólans styrkir okkur við leikstjórn. Birta Ósk Þórófsdóttir nemandi í 10. bekk annaðist handritsgerð með aðstoð fleiri nemenda bekkjarins auk þess sem hún samdi dansana þjálfaði bekkjarfélaga sína í dönsunum.
Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr atriðum, en nemendur fóru á kostum í leikrænum tilburðum.
Úr atriði 7. bekkjarÚr þyrnirósaratriði 3. bekkjar
Á morgun höldum við árshátíðarsýningar fyrir foreldra, aðra aðstandendur og gesti kl. 11, 13 og 15. Í dag fengu nemendur og starfsfólk skólans forskot á sæluna þegar lokaæfing var haldin. Atriðin eru að vanda vel æfð og skemmtilegt og því full ástæða til að hlakka til morgundagsins. Miðasala verður við innanginn fyrir þá sem ekki hafa keypt miða í forsölu og kostar miðinn 600 kr. Ágóðinn rennur í nemendasjóð skólans og nýtist í fjölbreyttu skólastarfi.
Einnig heldur foreldrafélagið sitt glæsilega kaffihlaðborð milli sýninga og það kostar 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn skólaaldri. Frítt fyrir börn yngri en 6 ára. Við hvetjum alla til að fá sér af kræsingunum og eiga glaðan dag með okkur og krökkunum. Um leið styrkjum við foreldrafélagið sem styður vel við bakið á skólanum.
Oddeyrarskóli er að vinna með hugarfar vaxtar (Growth mindset). Stýrihópur um heilsueflandi grunnskóla leiðir verkefnið og hefur viðað að sér ýmsu lesefni. Ýmsar barna bækur hafa verið samdar til að auka skilning barna á viðfangsefninu. Ein þeirra er The girl who never made mistakes eftir Mark Pett og Gary Rubinstein. Þessi bók hefur ekki verið gefin út á íslensku en nemendur í 8. bekk tóku að sér að þýða bókina yfir á íslensku undir leiðsögn Rakelar enskukennara. Nú hafa þeirheimsótt nemendur í 1. – 4. bekk og lesið bókina fyrir þá. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar bókin um það að gera mistök, að það geti allir gert mistök og að við megum ekki dæma okkur fyrir það. Frekar eigi að nýta mistökin til að læra af þeim. Í heimsókninni fengu nemendur veggspjald í stofuna sína sem á er letrað: Mistök eru sönnun þess að þú ert að læra.
You need to add a widget, row, or prebuilt layout before you’ll see anything here. 🙂
Vafraköku stillingar
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir eða hafna notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.
Nauðsynlegar kökur
Always active
Nauðsynlegar kökur tryggja eðlilega virkni og öryggi tenginga.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Tölfræðikökur
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.Tölfræðikökur þessar kökur aðstoða aðstandendur vefsvæðisins að skilja hvernig notendur upp til hópa haga sér á vefsvæðinu.
Markaðskökur
Markaðskökur eru notaðar til að fylgja notendum milli vefsvæða. Markmið þeirra er fyrst og fremst að sýna notendum auglýsingaefni sem líklega hefur vægi fyrir notendann.