Heilsuvika

Í tilefni heilsuvika hafa nemendur á unglingastigi verið að vinna verkefni tengdum heilsu í þematímum. Nemendur unnu í hópum og útbjuggu fræðslu fyrir yngri nemendur skólans og höfðu bæði yngri og eldri nemendur gagn og gaman af.

Í tilefni af heilsuvikunni var boðið upp á auka íþróttatíma fyrir öll stig í íþróttasalnum undir stjórn Baldurs íþróttakennara. Að lokum var svo keppni í anda skólahreystiskeppninnar en minni í sniðum. Þar kepptu fulltrúar allra árganga á unglingastigi og starfsmenn í boðhlaupi en allir nemendur skólans komu og horfðu á og hvöttu sín lið. Að lokum var svo tilkynnt um úrslit í störnuleiknum en vinningshafar fara með fulltrúum úr SMT teymi og gera sér glaðan dag hluta úr skóladegi í vikunni á eftir. 

Lestarkeppnin Upphátt

Í vikunni var undankeppni Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri. Þar lásu nemendur úr 7. bekk upphátt mismunandi texta. Allir keppendur stóðu sig mjög vel, en að lokum þurfti að velja tvo nemendur til að keppa fyrir hönd skólans í lokakeppninni sem haldin verður 7. mars næstkomandi í Hofi. Kirsta og Emma lásu best að mati dómnefndar. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í lokakeppninni í næstu viku. 

Starfamessa 29. febrúar

Fimmtudaginn 29. febrúar frá kl. 9:00 – 10:00 verður nemendum í 9. og 10. bekk Oddeyrarskóla boðið að koma á starfamessu í HA til þess að kynna sér fjölbreytt störf og fyrirtæki á svæðinu.

Sterk út lífið

Skólinn býður upp á fræðslu með yfirskriftina Sterk út í lífið! Hvað mótar sterkan einstakling og hvernig geta foreldrar/forráðamenn stuðlað að bættri sjálfsmynd barna sinna? Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur verður með erindið í fjarfundi þriðjudaginn 27. febrúar kl. 17:00-17:45. Við reiknum með um það bil hálftíma erindi og umræðum í 15 mínútur.

Fræðslan er liður í Velferðarverkefninu okkar Bætt líðan – aukin fræðsla og byggja efnistök m.a. á óskum foreldra frá því á haustfundi 2023.

Foreldrar og forráðamenn hafa nú þegar fengið sendan hlekk vegna fundarins.

Árshátíð 2024

Árshátíð Oddeyrarskóla er haldin dagana 24. og 25. janúar. Þann 24. janúar eru sýningar fyrir nemendur á skólatíma en 25. janúar eru sýningar fyrir foreldra, forráðamenn og aðra nákomna. Nemendur eru í umsjón kennara meðan á sýningum þeirra stendur.

  • Fyrsta sýning kl. 14:00   2.  4. 7. og 10. bekkur. 
  • Önnur sýning kl. 15:30   1. 5. 8. og 10. bekkur. 
  • Þriðja sýning kl. 17:00   3. 6. 9. og 10. bekkur.

Ekkert kostar inn á árshátíð en foreldrar mega leggja inn frjáls framlög á reikning nemendafélags og ágóðinn nýtist í þágu nemenda s.s. vegna uppbrots eða rútuferða. 0302 – 13 – 000229, kennitala 450908-2580, nemendafélag Oddeyrarskóla söfnunarreikningur.

Við minnum á glæsilegt kaffihlaðborð foreldrafélagsins sem verður opið frá klukkan 14:00 – 17:00 og er hægt að njóta veitinga annað hvort fyrir eða eftir sýningar. Hér er bréf frá foreldrafélaginu.

Gleðilegt nýtt ár

Við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir liðið ár. Vonum að samskiptin á þessu ári verði eins ánægjuleg og á liðnu ári. Hlökkum til að sjá nemendur í skólanum fimmtudaginn 4.janúar kl.8:10 samkvæmt stundatöflu.

Eldvarnarfræðsla í 3.bekk

Nemendur í 3.bekk fengu heimsókn frá slökkviliði Akureyrar. 

Þau fengu eldvarnarfræðslu Loga og Glóð og að sjá slökkviliðsmann í fullum skrúða auk þess að skoða slökkviliðsbílinn. Nemendur voru mjög áhugasamir og ljóst að þau eru með eldvarnirnar á hreinu. Bestu þakkir til slökkviliðsins.

Litlu jólin 2023

Litlu jólin verða þriðjudaginn 19. desember kl. 19:30 – 21:00 fyrir unglingastig og miðvikudaginn 20. desember fyrir yngsta stig og miðstig.

Yngsta stig mætir á litlu jólin klukkan 8:10 og dagskrá lýkur um klukkan 9:30.

Miðstig mætir klukkan 8:30 og dagskrá lýkur um kl. 10:00.

Frístund er opin þann 20. des fyrir nemendur sem skráðir eru í lengda viðveru.