Unucefhreyfingin

Nú á vordögum tóku nemendur og starfsfólk þátt í Unicefhreyfingunni eins og hefð hefur verið fyrir í all nokkur tíma. Nemendur söfnuðu áheitum og rennur féð til hjálparstarfs á vegum Unicef. Að þessu sinni söfnuðust 165.124 krónur. Vel gert Oddeyrarskóli.

Fyrir þessa upphæð er meðal annars hægt að kaupa skóla í kassa sem er bráðabirgðaskóli með námgsgögnum fyrir 40 börn. Hann er fullur af stílabókum, blýöntum, skærum, litum og öðru. Þessu gæti líka fylgt leikjakassi semnýtist á barnvænum svæðum UNICEF um allan heim. Slík svæði eru meðal annars sett upp þar sem átök ríkja og í flóttamannabúðum. Þar geta börn fundið öryggi og gleði á erfiðum tímum, haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum. Fótboltar, sippubönd, sögubækur og önnur leikföng sem nýtast allt að 90 börnum á barnvænum svæðum.

En það er ekki allt, ofan á þetta er hægt að bæta við 500 skömmtum bóluefnum gegn mislingum og 500 skömmtumaf bóluefni gegn mænusótt.
Við tökum vatni og næringu sem sjálfgefnum hlut en úti í heimi er fólk ekki jafn heppið. 25.000 vatnshreinsitöflur hjálpa okkur við að hreinsa 125.000 lítra af vatni og 1000 skammtar af vítamínbættu jarðhnetumauki gera kraftaverk fyrir vannærð börn. Í flestum tilfellum þurfa börn einungis þrjá poka af vítamínbættu jarðhnetumauki á dag í fáeinar vikur til að ná fullum bata.

Þetta er vitaskuld bara dæmi um það sem hægt er að gera fyrir þessa upphæð og skólinn fékk miklar þakkir frá Unicef fyrir sína frábæru söfnun.

Bestu þakkir til allra þeirra sem tóku þátt – margt smátt gerir eitt stórt og kraftaverk fyrir börn í neyð.

Óskilamunir

Það er þó nokkuð af óskilamunum eftir veturinn – bæði frá yngri og eldri nemendum.

Endilega kíkið á þetta og athugið hvort þið kannist ekki við eitthvað af þessu.

Ósóttir óskilamunir munu fara í Rauðakrossinn.

Skólaslit 3. júní

Skólaslit í Oddeyrarskóla verða föstudaginn 3. júní. Nemendur 1. – 7. bekkjar mæta í sínar heimastofur klukkan 9:00 og fara með kennara á sal. Að loknum skólaslitum á sal fara nemendur aftur í sínar stofur og eiga kveðjustund með bekknum og kennurum.

Nemendur 8. – 10. bekkjar mæta klukkan 15:00. Foreldrar og forráðamenn í 10. bekk eru velkomnir á skólaslit og útskrift 10. bekkjar og að athöfn lokinni er þeim ásamt nemendum 10. bekkjar og starfsfólki boðið í kaffi í matsal skólans.

Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs 2022

Fræðslu- og lýðheilsuráðs veittu á dögunum viðurkenningar til þeirra sem skarað hafa fram úr í skólastarfi. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Tilnefnt er í tveimur flokkum, annars vegar í flokki nemenda og hins vegar í flokknum skólar/starfsfólk/verkefni og að þessu sinni fékk Sigþór í 5.bekk, Natalía í 10. bekk og Stína okkar ritari viðurkenningar fyrir að skara fram úr.

100 miða leikur

Í morgun voru dregnir út vinningshafar í 100 miða leikunum Það er alltaf algjör tilviljun hvaða nemendur eru dregnir út svo líta má á þetta sem leik og happdrætti.

Þeir sem voru dregnir út að þessu sinni eru eftirfarandi nemendur:

  • Helena, 1. bekk
  • Ísak, 2. bekk
  • Sveinn Sævar, 2. bekk
  • Daði, 6. bekk
  • Sigurgeir Bessi, 6. bekk
  • Kolbrún, 8. bekk
  • Kría, 8. bekk
  • Samir, 8. bekk
  • Illugi, 9. bekk
  • Sara, 10. bekk

Við óskum þessum krökkum til hamingju með sigurinn!

Í verðlaun að þessu sinni var heimsókn heim til skólastjóra, þar sem bakaðar voru vöflur, farið í pílu, spilað Monapoly og mátað hundabúr svo eitthvað sé nefnt.

Útivist í dag 25. mars

Það er logn og smá snjókoma í Hlíðarfjalli í dag og við höldum okkar áætlun með útivistardaginn. Nauðsynlegt er að huga að hlýjum fatnaði, góðu nesti og njóta útiverunnar. Allir í Fjallið 🙂