Jólakveðja

Starfsfólk Oddeyrarskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegar jólahátíðar og farsældar á komandi ár með þökk fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.

Forvarnardagur gegn einelti, 8. nóvember

Í tilefni baráttudags gegn einelti, 8. nóvember, fengu nemendur 1. bekkjar og nýir nemendur í 2. bekk, afhentar húfur sem á stendur „Gegn einelti“. Þetta er í sjötta sinn sem við í Oddeyrarskóla gerum þetta en starfsmenn prjónuðu húfurnar. Húfurnar eru merktar hverju barni og hver þeirra er með sína liti og eru þær fjölbreytilegar í útliti eins og nemendahópurinn. Þennan dag hittust nemendur í 1.-3.bekk og sungu saman nokkur vinalög. Nóvember mánuður er tileinkaður vináttunni.

Örugg netnotkun barna

UT-teymi Oddeyrarskóla hefur tekið saman örlítið af hagnýtu efni fyrir foreldra þegar kemur að öryggi barna á netinu. Til eru margskonar lausnir og tól sem geta hjálpað foreldrum að hafa stjórn á og fylgjast með netnotkun barna sinna. Hægt er að skoða síðuna með því að smella hér eða velja Foreldrar > Örugg netnokun barna í valmyndinni á heimasíðunni.

UNICEF-Hreyfingin

Í byrjun júní fór fram áheitahlaup þar sem safnað var til styrktar börnum sem búa við skert lífsgæði. Samtals söfnuðust 220798 krónur sem ýmist voru lagðar inn á reikning söfnunarinnar eða komu í umslagi í skólann. Þessa fjármuni er hægt að nota t.d. til kaupa á leikföngum og námsgögnum og til auka aðgengi að hreinu vatni og næringu. Einnig til kaupa og varðveislu bóluefna og lyfja. Kærar þakkir allir sem tóku þátt.

Viðurkenning fræðsluráðs

Miðvikudaginn 2. júní voru viðurkenningar fræðsluráðs afhendar í Brekkuskóla. Að þessu sinni hlutu starfsmenn af unglingastigi, þau Sissa, Rakel, Þórarinn, Jónas og Sigrún viðurkenningu fyrir ÞEMA á unglingastigi en þar er um að ræða samþættingu kennslugreina í heildstæð þemaverkefni. Jói húsvörður hlaut viðurkenningu fyrir jákvæðni og vel unnin störf og hjá nemendum var það Arney í 7. bekk sem fékk viðurkenningu fyrir að vera góð fyrirmynd sinna jafnaldra.

Sjóferð á Húna II

Á dögunum fóru nemendur í 6. bekk í siglingu með Húna II og fengu fræðslu um lífríki sjávar og margt fleira ásamt því að fá að renna færum fyrir þann gula.