Viðurkenning fræðsluráðs

Miðvikudaginn 2. júní voru viðurkenningar fræðsluráðs afhendar í Brekkuskóla. Að þessu sinni hlutu starfsmenn af unglingastigi, þau Sissa, Rakel, Þórarinn, Jónas og Sigrún viðurkenningu fyrir ÞEMA á unglingastigi en þar er um að ræða samþættingu kennslugreina í heildstæð þemaverkefni. Jói húsvörður hlaut viðurkenningu fyrir jákvæðni og vel unnin störf og hjá nemendum var það Arney í 7. bekk sem fékk viðurkenningu fyrir að vera góð fyrirmynd sinna jafnaldra.

Síðast uppfært 23.06 2021