Forvarnardagur gegn einelti, 8. nóvember

Í tilefni baráttudags gegn einelti, 8. nóvember, fengu nemendur 1. bekkjar og nýir nemendur í 2. bekk, afhentar húfur sem á stendur „Gegn einelti“. Þetta er í sjötta sinn sem við í Oddeyrarskóla gerum þetta en starfsmenn prjónuðu húfurnar. Húfurnar eru merktar hverju barni og hver þeirra er með sína liti og eru þær fjölbreytilegar í útliti eins og nemendahópurinn. Þennan dag hittust nemendur í 1.-3.bekk og sungu saman nokkur vinalög. Nóvember mánuður er tileinkaður vináttunni.

Síðast uppfært 25.11 2021