KOMDU OG VERTU MEÐ!

UMFÍ vekur athygli á efni sem hefur það markmið að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi.

Í efninu er að finna hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Sem dæmi má nefna kosti þess að hreyfa sig, upplýsingar um æfingagjöld og frístundastyrki og mikilvægi þátttöku foreldra svo dæmi séu nefnd.

Efnið er aðgengilegt á íslensku, ensku, pólsku, tælensku, litháísku og filippseysku.


SPORTS FOR ALL!

The Icelandic Youth Association (UMFÍ) and The National Olympic and Sport Association (ÍSÍ) has published a new brochure with information of the operations of the youth and sports organizations in Iceland. The brochure contains information about organised sporting activities, the benefits of exercise, participation fees at sports clubs and leisure subsidieses and parental participation.

The brochure and poster is accessible in six different language: Icelandic, english, polish, lithuanian, filipino and tai.


PRZYJDŹ I DOŁĄCZ DO NAS!

Islandzkie Stowarzyszenie Młodzieży (UMFÍ) i Krajowe Stowarzyszenie Olimpijskie i Sportowe (ÍSÍ) opublikowały nową broszurę zawierającą informacje o działaniach organizacji młodzieżowych i sportowych w Islandii. Broszura zawiera informacje o zorganizowanych zajęciach sportowych, korzyściach płynących z ćwiczeń, opłatach za uczestnictwo w klubach sportowych i formach spędzania wolnego czasu oraz uczestnictwie rodziców.

Broszura i plakat są dostępne w różnych językach: islandzkim, angielskim, polskim, litewskim, filipińskim.


VERTU MEÐ! (íslenska – icelandic)

SPORT FOR ALL! (enska – english)

PRZYJDŹ I DOŁĄCZ DO NAS! (pólska – polish)

HÃY TỚI VÀ THAM GIA! (víetnamska – vietnamese)

HALIKA’T SUMALI AT MAKILAHOK! (filippseyska – filipino)

PRISIJUNK IR TU! (litháíska – lithuanian)

มาเถอะ มาร่วมกับเรา (tælenska – tai)

تعال وشارك (arabíska – arabic)

Útivistardagur í Hlíðarfjalli 1. mars

Við stefnum á útivistardag í Hlíðarfjalli 1. mars nk. ef veður og aðstæður leyfa. Nemendur yngsta stigs fara líka í Fjallið en ekki í Kjarnaskóg eins og til stóð. Fylgist með á heimasíðunni á mánudagsmorgun. Ef ekki viðrar til útiveru verður hefðbundinn skóladagur og sund hjá flestum bekkjum.

Öskudagsböll í Oddeyrarskóla

Okkur í 10. bekk langaði til að minna á öskudagsböllin hér í Oddeyrarskóla á öskudaginn, en þau verða tvö. 

Þar sem að öskudagurinn verður með töluvert öðru sniði þetta árið er ekki um að gera að skella sér á ball í sínum skóla, koma í skemmtilegum búning, dansa, fara í leiki og kannski eitthvað fleira?

Það kostar 500 krónur inn og það verður sjoppa á staðnum.

Böllin verða á eftirfarandi tímum:

1. – 3. bekkur frá 13:00-14:30

4. – 6. bekkur frá 15:00 – 16:30

Kær kveðja,

10. bekkur.

Óvæntur glaðningur frá fjórða bekk Oddeyrarskóla

Á heimasíðu MAK má finna skemmtilega frásögn af heimsókn krakkanna í 4. bekk:

„Þetta var óvænt ánægja í morgunsárið,“ segir Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Menningarhússins Hofs sem fékk heldur betur skemmtilega heimsókn í vinnuna í morgun þegar fjórði bekkur Oddeyrarskóla, ásamt kennurum sínum, afhenti teikningar í þakklætisskyni fyrir skemmtilega heimsókn í Hof þar sem þau upplifðu tónleikasýningu Tónlistarfélags Akureyrar Stúlkuna í turninum.

„Það var virkilega gaman að fá þessar fallegu teikningar frá þessum glaða og ánægða áheyrendahópi úr Oddeyrarskóla en þau voru hluti af 1100 börnum sem komu í hús við þetta tækifæri,“ segir Kristín Sóley.

Stúlkan í turninum var samstarfsverkefni Tónlistarfélags Akureyrar, List fyrir alla, Menningarhússins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. „Við hlökkum öll til að skoða myndirnar enn betur og ekki síður að fá þessa flottu krakka aftur í hús við fyrsta tækifæri.“

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Miðvikudaginn 10. febrúar fór fram undankeppni þar sem fulltrúar Oddeyrarskóla í lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar voru valdir. Margir nemendur tóku þátt og stóðu sig með stakri prýði. Þá voru nemendur bekkjarins í heild til fyrirmyndar sem áheyrendur og hefði mátt saumnál detta þann tíma sem keppnin fór fram. Fjóla, Þórarinn og Helga voru dómarar. Fulltrúar Oddeyrarskóla í lokakeppninni verða Arney, Helgi og Gunnar til vara.

Bókagjöf frá foreldrafélaginu

Það var kærkomin gjöfin sem börnin færðu Þórarni á bókasafninu í morgun fyrir hönd foreldrafélagsins, en um var að ræða fjöldan allan af nýjum barna- og unglingabókum. Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu gjöf og munum svo sannarlega njóta þess að lesa, skoða og ræða saman um efni bókanna.

Árshátíð skólans frestað

Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð skólans sem fyrirhuguð er skv. skóladagatali laugardaginn 23. janúar. Þess í stað stefnum við á árshátíð föstudaginn 16. apríl og laugardaginn 17. apríl og vonum að þá verði búið að rýmka samkomutakmarkanir en við lögum okkur að þeim reglum sem verða í gildi á þeim tíma. Eftir sem áður verður skipulagsdagur mánudaginn 25. janúar.