Haustkynningarfundir í Oddeyrarskóla

Á morgun verða haustkynningarfundir hjá flestum bekkjum Oddeyrarskóla og hafa foreldrar fengið boð um þá. Mikilvægt er að hver nemandi eigi fulltrúa á þessum fundum. Hlökkum til að sjá ykkur 🙂

Matartorgið opið

Nú er opið fyrir skráningu á matartorginu fyrir októbermánuð.

Hægt er að skoða matseðil októbermánaðar undir tenglinum „matseðlar“ hér fyrir ofan.

Dagur læsis

IMG_4001Í dag héldum við í Oddeyrarskóla upp á alþjóðadag læsis og sökktu nemendur og starfsfólk skólans sökkva sér í lestur bóka eða annars lesefnis kl. 10:50-11:10.

Alþjóðadagur læsis er sunnudaginn 8. september. Þá er boðið upp á lestrarvöfflur kl. 14-16 á Öldrunarheimilum Akureyrar – Hlíð og Lögmannshlíð. Þema dagsins er ungir – aldnir. Sjá nánar í meðfylgjandi viðhengi: Dagur læsis – sjálfboðaliðar

 

Leitin að grenndargralinu

Leitin að Grenndargralinu 2013 hefst föstudaginn 13. september. Að venju er Leitin í boði fyrir nemendur á unglingastigi í grunnskólum Akureyrar. Í ár er Leitin valgrein og er það í fyrsta skipti frá því að fyrsta Leitin fór fram haustið 2008. Þrátt fyrir nýtt fyrirkomulag er Leitin að Grenndargralinu í boði fyrir alla nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Akureyrar, óháð því hvort þeir völdu hana sem valgrein eða ekki. Allt sem þarf að gera er að hefja leik þegar fyrsta þraut fer í loftið, fara eftir fyrirmælum, leysa þrautina og skila lausnum til umsjónarmanns með tölvupósti. Fyrir réttar lausnir sendir umsjónarmaður bókstaf til baka sem notaður verður til að mynda lykilorðið. Þetta er endurtekið næstu níu vikurnar eða svo eða þar til kemur að lokavísbendingunni. Þá er Grenndargralið innan seilingar. Einfaldara getur það ekki orðið.

Nánari upplýsingar um Leitina 2013 má nálgast á heimasíðuGrenndargralsins; www.grenndargral.is

Útivistardagur í Oddeyrarskóla

Miðvikudaginn 28. ágúst var útvistardagur hjá nemendum Oddeyrarskóla.

Nemendur yngsta stigi fóru að Myndþessu sinni í Naustaborgir og undu sér vel við göngu og leiki. Börnin skemmtu sér konunglega og hefðu helst viljað vera lengur úti í náttúrunni. Eldri nemendur höfðu nokkuð val um hvað þeir myndu gera þennan dag en það fór á endanum þannig að um 30 nemendur fóru í Kjarnaskóg. Þar gerðu nemendur sér glaðan dag og gengu svo til baka í skólann um hádegisbil. Rúmlega 60 nemendur gengu Þingmannaleiðina yfir Vaðlaheiði. Gangan gekk ljómandi vel og voru krakkarnir þreyttir en jafnframt ánægðir eftir daginn. Starfsmenn og nemendur eru sammála um að dagurinn hafi heppnast afar vel enda veðrið eins og best verður á kosið. Á myndasíðu skólans hér til hægri má sjá margar skemmtilegar myndir frá deginum.

Skólasetning

Skólasetning verður í Oddeyrarskóla fimmtudaginn 22. ágúst sem hér segir:

  • Kl. 9:00 1.-4. bekkur
  • Kl. 10:00 5. – 7. bekkur
  • Kl. 11:00 8.-10. bekkur

Við hittumst fyrst í stutta stund á sal og svo fer hver bekkur með sínum umsjónarkennurum í kennslustofur. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir á skólasetninguna!

Kennt verður skv. stundatöflu á föstudag.

Hlökkum til að sjá ykkur öll, starfsfólk Oddeyrarskóla.