Útivistardagur í Oddeyrarskóla

Miðvikudaginn 28. ágúst var útvistardagur hjá nemendum Oddeyrarskóla.

Nemendur yngsta stigi fóru að Myndþessu sinni í Naustaborgir og undu sér vel við göngu og leiki. Börnin skemmtu sér konunglega og hefðu helst viljað vera lengur úti í náttúrunni. Eldri nemendur höfðu nokkuð val um hvað þeir myndu gera þennan dag en það fór á endanum þannig að um 30 nemendur fóru í Kjarnaskóg. Þar gerðu nemendur sér glaðan dag og gengu svo til baka í skólann um hádegisbil. Rúmlega 60 nemendur gengu Þingmannaleiðina yfir Vaðlaheiði. Gangan gekk ljómandi vel og voru krakkarnir þreyttir en jafnframt ánægðir eftir daginn. Starfsmenn og nemendur eru sammála um að dagurinn hafi heppnast afar vel enda veðrið eins og best verður á kosið. Á myndasíðu skólans hér til hægri má sjá margar skemmtilegar myndir frá deginum.

Síðast uppfært 04.09 2013