Leitin að grenndargralinu

Leitin að Grenndargralinu 2013 hefst föstudaginn 13. september. Að venju er Leitin í boði fyrir nemendur á unglingastigi í grunnskólum Akureyrar. Í ár er Leitin valgrein og er það í fyrsta skipti frá því að fyrsta Leitin fór fram haustið 2008. Þrátt fyrir nýtt fyrirkomulag er Leitin að Grenndargralinu í boði fyrir alla nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Akureyrar, óháð því hvort þeir völdu hana sem valgrein eða ekki. Allt sem þarf að gera er að hefja leik þegar fyrsta þraut fer í loftið, fara eftir fyrirmælum, leysa þrautina og skila lausnum til umsjónarmanns með tölvupósti. Fyrir réttar lausnir sendir umsjónarmaður bókstaf til baka sem notaður verður til að mynda lykilorðið. Þetta er endurtekið næstu níu vikurnar eða svo eða þar til kemur að lokavísbendingunni. Þá er Grenndargralið innan seilingar. Einfaldara getur það ekki orðið.

Nánari upplýsingar um Leitina 2013 má nálgast á heimasíðuGrenndargralsins; www.grenndargral.is

Síðast uppfært 05.09 2013