Skólahreysti Oddeyrarskóla

Skólahreysti Oddeyrarskóla var haldin í dag í íþróttasal skólans. Keppnin tókst afar vel og var mikið fjör. Þátttakendur voru nemendur á unglingastigi. Hjá stelpunum voru það Ágústa Jenný 8.b. sem var hlutskörpust í hraðabrautinni og Birta 8.b. í armbeygjum og hreystigreip. Þær munu taka þátt í æfingum fyrir Skólahreysti ásamt varamanni sem verður Tara 10.b.

Hjá strákunum voru valdir til æfinga 4 strákar sem voru mjög jafnir, þeir  Don og Egill í 9.b. og Alexander Ívan í 10.b. í hraðabraut. Alexander Ívan og Hrannar 10.b. voru hlutskarpastir í dýfingum/upphýfingum.

Síðar verður ákveðið hverjir af þessum nemendum munu keppa fyrir hönd Oddeyrarskóla í lokakeppninni sem haldin verður í mars. Til hamingju krakkar!

Myndir eru væntanlegar á myndasíðu skólans.

Skólaval – innritun nemenda í 1. bekk grunnskóla

Í febrúarmánuði fer fram innritun nemenda sem hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrar haustið 2014.

 Á heimasíðu skóladeildar, undir hnappnum Skólaval – grunnskólar, má finna upplýsingar um grunnskólana á Akureyri, sértæka þjónustu, viðmiðunarreglur um inntöku, rafræn umsóknareyðublöð og fleira. Hver skóli er með opið hús fyrir foreldra barna sem hefja nám í grunnskóla haustið 2014 og eru foreldrar hvattir til að notfæra sér það tækifæri.

 Kynning/opið hús, verður í grunnskólum Akureyrar í febrúar frá kl. 9:00-11.00:

Glerárskóli og Lundarskóli        11. febrúar
Giljaskóli og Naustaskóli           12. febrúar
Oddeyrarskóli og Síðuskóli       13. febrúar
Brekkuskóli                                      14. febrúar

Frábær árshátíð afstaðin

8. bekkur nr410.bekkur nr7Árshátíð 2014nr22 Árshátíð 2014nr58

Um síðustu helgi var haldin árshátíð hér í Oddeyrarskóla. Alllir bekkir sýndu atriði og stóðu þeir sig frábærlega.

Sýnd voru fjölbreytt atriði, m.a. úr ýmsum sögum og ævintýrum. Góðlátlegt grín var gert að starfsmönnum skólans, nemendur sýndu listir sínar í íþróttum, stiklað var á stóru um vinsælustu hljómsveitir sögunnar og síðast en ekki síst var sýnd uppfærsla nemenda í 10. bekk á atriðum úr Dýrunum í Hálsaskógi. Foreldrafélag skólans styður einstaklega vel við árshátíðina m.a. með því að útvega leikstjóra fyrir 10. bekk og síðan stendur félagið fyrir stórglæsilegu kaffihlaðborði fyrir alla milli sýninga.

Dagurinn var ógleymanlegur og til að hjálpa okkur að halda í minningarnar tók Þórarinn Torfason skólasafnskennari og frístundaljósmyndari myndir af sýningunni og eru  þær væntanlegar á myndasíðu skólans.

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur í heimsókn

IMG_2233 IMG_2234 IMG_2235

Í morgun kom Þorgrímur Þráinsson rithöfundur í heimsókn til nemenda í 10. bekk með fyrirlestur sem hann kallar Láttu drauminn rætastFyrirlesturinn er hvatning til  nemenda um að bera ábyrgð á eigin lífi, sýna samkennd, bera virðingu fyrir öllum og hafa hugrekki til að fylgja hjartanu. Á morgun miðvikudag 22.jan. bjóða foreldrafélög skólanna í bænum, foreldrum nemenda í 10.bekk á fund með Þorgrími. Fundurinn verður í sal Brekkuskóla kl. 20:00.

Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókninni í morgun.

Tónlistar- og leiklistarhópi unglingastigs boðið í leikhús

Gullna hliðiðFimmtudagskvöldið 16. janúar var leiklistar- og tónlistarhópi af unglingastigi  Oddeyrarskóla boðið til generalprufu á uppfærslu Leikfélags Akureyrar á leikverki Davíðs Stefánssonar, Gullna hliðinu. Jafnframt var hópnum boðið að eiga samtal við leikstjóra og leikmyndahönnuð að sýningu lokinni.

Vel var mætt og nutu nemendur sýningarinnar sem er í alla staði alveg frábær. Þótt texti verksins sé þungur þá er honum gerð afar góð skil og þannig að allar kynslóðir skilja hann vel. Nemendur voru sammála um leikurinn hafi verið tilþrifamikill auk þess sem leikmynd er frábærlega hönnuð.

Kennari og nemendur sem þáðu þetta boð leikhússins eru sammála um að þessi sýning henti fólki á öllum aldri og væri þannig frábær fjölskyldustund.  Þarna gefst líka tækifæri til að heiðra minningu Akureyrarskáldsins Davíðs Stefánssonar og halda í þann arf sem hann færði komandi kynslóðum.

Við þökkum leikfélagi Akureyrar innilega fyrir gott boð 🙂

Janúartengjan

Nú er Janúartengjan okkar komin í loftið. Tengjan er fréttabréf skólans og henni er ætlað að stuðla að auknu upplýsingaflæði milli heimila og skóla.

Tengjuna og eldri Tengjur má finna undir flipanum Tengja hér fyrir ofan.

Jólakveðja frá starfsfólki Oddeyrarskóla

Ágætu nemendur, foreldrar og aðrir velunnarar skólans!jólakerti_1

Um leið og við óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegrar jólahátíðar þökkum við ánægjulegar samverustundir á árinu sem er að líða.

Megi nýja árið færa ykkur gleði og frið.

Jólakveðja,

starfsfólk Oddeyrarskóla

Jólaleg lokavika

laufabrauðÍ síðustu vikunni fyrir jól er mikið um að vera. Þriðjudaginn 17. desember ætlum við öll að skera laufabrauð og steikja. Nemendur geta síðan geymt sitt laufarbauð til næsta dags því þá er jólamatur í mötuneyti skólans. Á fimmtudaginn, 19. desember bjóða nemendur í 9. bekk og foreldrafélagið okkur öllum á jólalegt kaffihús þar sem boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur. Föstudaginn 20. desember eru litlu-jól og þá hittast bekkir stutta stund í kennslustofum og svo förum við í salinn að dansa í kringum jólatréð. Það er því full ástæða til að hlakka til næstu daga 🙂