Haustfrí

Haustfrí verður í Oddeyrarskóla föstudaginn 25. október og mánudaginn 28. október. Vonum að allir geti átt notalega daga með fjölskyldu og vinum 🙂

Hattadagur fimmtudaginn 24. október

hattur4Fimmtudaginn 24. október ætlum við að gera okkur glaðan dag og hafa hattadag hér í skólanum. Þá mega allir koma með hatt eða annað höfuðfat – endilega leyfið hugmyndafluginu að ráða för 🙂

hattur3

Nýtt viðmót í Mentor fyrir nemendur og foreldra

Á morgun mun nýtt viðmót fyrir nemendur og foreldra birtast í Mentor.

Infomentor_400px

Innskráning er sú sama og áður en vissar upplýsingar birtast ykkur með öðrum hætti. Til að nálgast gögnin eins og þau voru áður þarf aðeins að smella á Fjölskylduvef og hér fyrir neðan er stutt myndband sem sýnir ykkur í hverju breytingarnar felast.

http://www.youtube.com/watch?v=rkSNxzhnIKQ

Vonandi á ykkur eftir að líka þessi þróun á Mentor.

Fjör á fjölgreindarleikum

IMG_2681Fjölgreindarleikarnir standa nú sem hæst og er mikið fjör í húsinu.

Öllum nemendum skólans er raðað í hópa þar sem í hverjum hópi eru nemendur úr 1.-10. bekk. Nemendur í 8. og 9. bekk fylgja sínum vinum úr 1. og 2. bekk en nemendur 10. bekkjar hafa það hlutverk að vera hópstjórar og leiða hópinn áfram.

Verkefnin eru af ýmsum toga, m.a. kofabygging, leikir, púsl, spil, minnisleikir, þekkja fugla og fuglahljóð, ýmsar hreyfiþrautir, tæknilegó, „minute to win it“ þrautir og margt fleira. Myndirnar tala sínu máli, en þær má finna á myndasíðu skólans.  

Myndatökur standa yfir

Myndataka hjá 1. bekk Íris ljósmyndariÍ gær og í dag stóðu yfir myndatökur hér í Oddeyrarskóla. Allir bekkir eru myndaðir með kennurum sínum. Einnig eru teknar einstaklingsmyndir af öllum nemendum og starfsfólki skólans. Við höfum samband við foreldra þegar myndirnar eru tilbúnar og þá er hægt að koma og skoða og taka afstöðu til hvort myndir verði keyptar. Myndirnar hér til hliðar eru af myndatökunni hjá nemendum í 1. bekk.

Vinna með íslenskar jurtir

IMG_1851Nú á haustdögum hafa nemendur í 8.-10.bekk verið að kynna sér íslenskar jurtir.  Þeir höfðu algjörlega frjálsar hendur með hvernig þeir útfærðu verkefni sitt.  Þrír strákar í 10. bekk  ákváðu að baka fjallagrasabrauð og útbúa fjallagrasamjólk sem þeir síðan buðu skólasystkinum sínum að smakka.  Veitingarnar brögðuðust ljómandi vel.IMG_1860

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags Oddeyrarskóla verður haldinn í matsal skólans fimmtudaginn 3. október n.k. kl. 20.00.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Áætlaður fundartími er um ein klukkustund.
Vonumst til að sjá sem flesta!

Stjórn foreldrafélagsins

Vikan framundan

Í þessari viku er mikið um að vera hjá okkur í skólanum. Myndataka verður þriðjudag og miðvikudag, en þá verða bekkjarmyndatökur og svo einstaklingsmyndatökur af nemendum og starfsfólki. Á fimmtudag eru fjölgreindarleikar og þá er skólahald með breyttu sniði frá því sem vant er. Nemendur þurfa ekki að koma með skólatöskur, heldur með nesti í léttum bakboka. Á föstudag er skipulagsdagur hjá starfsfólki og því eru nemendur í fríi þann dag.

Nemendur í 6. bekk heimsækja menningarhúsið Hof

IMG_2542Í dag, 25. september fóru nemendur 6. bekkjar í skólaheimsókn í Hof. Þau fóru í skoðunarferð um húsið, meðal annars upp á þriðju hæð þar sem þau fengu að ganga eftir ljósarám í loftinu og svo alla leið niður í kjallara. Þau hittu snjalla gervimeistara sem sýndu börnunum töfra leikhúsgerva og fengu nemendur að taka þátt í því ferli. Ragna Fossberg, sem starfað hefur við Ríkissjónvarpið til fjölda ára, fékk nokkra sjálfboðaliða úr hópi nemenda og setti á þau skegg, hárkollu eða farðaði á ævintýralegan hátt. Þá var tæknisýning þar sem tæknimenn Hofs sýndu hvað hægt er að gera með hljóði og ljósum. Börnunum var einnig boðið upp á létta hressingu. Að lokum var töfrasýning þar sem Lalli töframaður sýndi snilldartakta og var með sýningu og kennslu á töfrabrögðum.

Frábært framtak hjá Akureyrarbæ og Menningarhúsinu Hofi, kærar þakkir fyrir okkur.

RUV fjallaði um heimsóknina í fréttatíma sínum kl. 19. Fréttin hefst á tímanum 20:25: http://ruv.is/sarpurinn/frettir/25092013-28

Fleiri myndir eru komnar á myndasíðu skólans (sjá tengil efst hér til vinstri)

Nýtt nemendaráð í Oddeyrarskóla

Nú er búið að kjósa nemendaráð í Oddeyrarskóla og hefur hópurinn fundað einu sinni.

Í nemendaráði skólaárið 2013-2014 eru Sævar og Alexandra (10. bekk), Addi og Lárus (9. bekk), Birta og Óli (8. bekk), Birgitta (7. bekk) og Óskar (6. bekk). Varamaður fyrir Birgittu er Axel og varamaður fyrir Óskar eru Björg Eva.

Jónína Margrét Guðbjartsdóttir kennari mun halda utan um nemendaráð í vetur og verða fundir að jafnaði einu sinni í mánuði.

Upplýsingar um nemendaráð og fundargerðir funda eru hér á heimasíðunni undir „Skólinn“.