Vikan framundan

Í þessari viku er mikið um að vera hjá okkur í skólanum. Myndataka verður þriðjudag og miðvikudag, en þá verða bekkjarmyndatökur og svo einstaklingsmyndatökur af nemendum og starfsfólki. Á fimmtudag eru fjölgreindarleikar og þá er skólahald með breyttu sniði frá því sem vant er. Nemendur þurfa ekki að koma með skólatöskur, heldur með nesti í léttum bakboka. Á föstudag er skipulagsdagur hjá starfsfólki og því eru nemendur í fríi þann dag.

Síðast uppfært 29.09 2013