Nemendur í 6. bekk heimsækja menningarhúsið Hof

IMG_2542Í dag, 25. september fóru nemendur 6. bekkjar í skólaheimsókn í Hof. Þau fóru í skoðunarferð um húsið, meðal annars upp á þriðju hæð þar sem þau fengu að ganga eftir ljósarám í loftinu og svo alla leið niður í kjallara. Þau hittu snjalla gervimeistara sem sýndu börnunum töfra leikhúsgerva og fengu nemendur að taka þátt í því ferli. Ragna Fossberg, sem starfað hefur við Ríkissjónvarpið til fjölda ára, fékk nokkra sjálfboðaliða úr hópi nemenda og setti á þau skegg, hárkollu eða farðaði á ævintýralegan hátt. Þá var tæknisýning þar sem tæknimenn Hofs sýndu hvað hægt er að gera með hljóði og ljósum. Börnunum var einnig boðið upp á létta hressingu. Að lokum var töfrasýning þar sem Lalli töframaður sýndi snilldartakta og var með sýningu og kennslu á töfrabrögðum.

Frábært framtak hjá Akureyrarbæ og Menningarhúsinu Hofi, kærar þakkir fyrir okkur.

RUV fjallaði um heimsóknina í fréttatíma sínum kl. 19. Fréttin hefst á tímanum 20:25: http://ruv.is/sarpurinn/frettir/25092013-28

Fleiri myndir eru komnar á myndasíðu skólans (sjá tengil efst hér til vinstri)

Síðast uppfært 26.09 2013