Nýtt nemendaráð í Oddeyrarskóla

Nú er búið að kjósa nemendaráð í Oddeyrarskóla og hefur hópurinn fundað einu sinni.

Í nemendaráði skólaárið 2013-2014 eru Sævar og Alexandra (10. bekk), Addi og Lárus (9. bekk), Birta og Óli (8. bekk), Birgitta (7. bekk) og Óskar (6. bekk). Varamaður fyrir Birgittu er Axel og varamaður fyrir Óskar eru Björg Eva.

Jónína Margrét Guðbjartsdóttir kennari mun halda utan um nemendaráð í vetur og verða fundir að jafnaði einu sinni í mánuði.

Upplýsingar um nemendaráð og fundargerðir funda eru hér á heimasíðunni undir „Skólinn“.

Síðast uppfært 23.09 2013