Eldgos

Undanfarna daga hefur 2. bekkur verið að vinna verkefni tengd eldgosum og hér má sjá hluta af afrakstrinum:

BINGÓ BINGÓ BINGÓ

Við krakkarnir í 10. bekk Oddeyrarskóla erum í fjáröflun fyrir skólaferðalagið okkar, og af því tilefni ætlum að halda rafrænt bingó fimmtudaginn 6. Maí klukkan 20:00.

Við munum streyma útsendingunni þegar að við hefjum fjörið og þið munið fá upplýsingar um það þegar að nær dregur, þ.e. þið sem að kaupið ykkur spjald, sem að mun kosta 1000.- 😉

Það sem þú þarft að gera er að leggja inná reikning, 0302-13-300610, kt. 450908-2580 og setja emailið þitt í skýringu, eða senda kvittun á bingo@oddeyrarskoli.is og þá færðu sent rafrænt bingóspjald fyrir klukkan 20 þann 6. maí.

Það eru geggjaðir vinningar og má þar á meðal finna, flug fyrri tvo til Grímsey, gisting fyrir tvo í Grímsey, hvalaskoðun bæði hér á Akureyri og á Húsavík, hellingur af gjafabréfum eins og t.d. í sjóböðin, jarðböðin, B. Jensen, Lindex, Lemmon, Brynju, Ísbúðin og fleiri og fleiri. Einnig er að finna vinninga frá Elko, Casa, Tiger, Kaffibrennslunni, Nonna Travel og fleirum og fleirum.

Hlökkum til að „sjá“ ykkur sem flest og hvetjum alla til að gera sér glaðan dag og spila smá bingó með okkur.

Kær kveðja,

10. bekkur Oddeyrarskóla

Óskilamunir – Yngsta stig

Þar sem aðgangur foreldra er takmarkaður að skólanum þessa dagana ætlum við að prófa að auglýsa eftir eigendum þessara flíka á heimasíðunni.

Hægt er eða skoða stórar myndir af öllum óskilamunum með því að smella hér.

Börnin geta svo sótt fötin sín á borðtennisboðið á ganginum þeirra.

Rafhlaupahjól

Vinsældir rafhlaupahjóla hafa aukist að undanförnu hér á landi og hefur Samgöngustofa tekið saman upplýsingar um notkun þeirra og öryggi á www.samgongustofa.is/rafhlaupahjol. Við hvetjum foreldra til að ræða við börn sín, fara yfir fræðsluefnið og taka þetta til umræðu heima fyrir.

Fræðslumyndband um rafhlaupahjól á íslensku, með enskum texta og með pólskum texta.

Einblöðungar á íslensku, ensku og pólsku.

Kahoot! spurningakeppni um rafhlaupahjól:


Skóla lokað tímabundið

Kæru foreldrar,

Eins og fram kom í fréttum í dag verður grunnskólum landsins lokað frá og með morgundeginum og fram yfir páskafrí. Frístund verður einnig lokuð þennan sama tíma. Við munum láta vita hvernig skólastarfi verður háttað eftir páska þegar við vitum hvernig staðan verður.

Bestu kveðjur og hafið það gott um páskana, Anna, Fjóla og Magga