Dagskrá á sal í dag

Í dag hittumst við, nemendur og starfsfólk skólans,
á sal til að minnast 100 ára fullveldisafmælis okkar Íslendinga. Eftir að hafa hlýtt á stutta uporifjun um fullveldið hjá Kristínu skólastjóra og fallegan upplestur Ellenar Óskar á ljóðinu Hver á sér fegra föðurland sungu nemendur Ísland er land þitt og Ferðalok við undirspil Ívars Helgasonar. Við notuðum jafnframt tækifærið til að ræða falleg samskipti og góða framkomu við náungann í tilefni af baráttumánuði gegn einelti. Við þetta tilefni fengu nemendur 1. bekkjar og nýir nemendur í 2. og 3. bekk húfur sem á stendur: GEGN EINELTI. Við vonum að nemendur verði duglegir að nota þessar fallegu húfur sem starfsmenn skólans hafa prjónað í öllum regnbogans litum. Engar tvær húfur eru eins sem minnir okkur á að engir tveir einstaklingar eru eins og að við eigum að virða ólíka einstaklinga.

Síðast uppfært 30.11 2018