Dagur íslenskrar tungu – fréttir af unglingastigi

jonas_hallgrimssonDagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á unglingastiginu í dag.

Nemendur í 8. bekk fóru í Brekkuskóla og nemendur í 9. bekk fóru í Síðuskóla, þar sem þeir héldu ræður um hin ýmsu málefni.  Það er skemmst frá því að segja að kennarar voru hæstánægðir með sitt fólk. Það stóð sig með mikilli prýði.

Nemendur í 10. bekk fóru upp í háskóla þar sem haldin var hátíðardagskrá í boði Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar. Ari Eldjárn var kynnir auk þess sem hann skemmti gestum á sinn einstaka hátt.  Einnig fluttu menntamálaráðherra og fulltrúi mjólkursamsölunnar ávarp. Framlag nemenda úr 10. bekk grunnskólanna á Akureyri var mjög fjölbreytt og skemmtilegt.  Nemendur úr 10. bekk Oddeyrarskóla voru sér og sínum til mikils sóma.

Síðast uppfært 15.11 2013