Á morgun verður fjölgreindadagur þar sem nemendur vinna saman í aldursblönduðum hópum í margvíslegum verkefnum. Allir fá að prófa allt sem er í boði og spreyta sig á ólíkum hlutum í anda fjölgreindakenninga. Dagurinn er styttri en venjulega og allir búnir í skólanum um kl. hálfeitt. Nemendur sem eru í frístund fara þangað snemma fyrir vikið. Frjálslegt nesti er í boði þennan dag t.d. safi og kleina eða eitthvað slíkt 🙂
Síðast uppfært 04.10 2016