Frábær árshátíð að baki

kakaIMG_6137Þá er árshátíðarhelgin afstaðin og erum við öll í skýjunum yfir góðum dögum. Nemendasýningar voru á föstudag og voru svo tvær sýningar fyrir foreldra og aðra aðstandendur á laugardag.

Nemendur stóðu sig frábærlega í fjölbreyttum atriðum þar sem margir fóru út fyrir þægindarammann sinn. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því fyrir jól, en markvissar æfingar hófust á nýju ári. Kennarar leggja alltaf mikinn metnað í góðan undirbúning svo nemendur fái sem mest út úr árshátíðarundirbúningnum og sýningunum sjálfum.

Nemendur 10. bekkjar sýna alltaf lengsta atriðið. Þetta árið sýndi 10. bekkur stutta útgáfu af Mamma Mia leikritinu og slógu í gegn. Óðinn Valsson kom til liðs við okkur með leikstjórn hjá 10. bekk sjötta árið í röð og náði hann sem fyrr fram því allra besta hjá hverjum og einum. Foreldrafélagið hefur í gegnum stutt dyggilegIMG_6127a við aðkomu leikstjóra fyrir 10. bekk og er það afar mikils virði fyrir nemendursem fá enn meiri leiðsögn í ferlinu en ella. Einnig nutu nemendur 10. bekkjar óeigingjarns stuðnings Hrafnhildar Guðjónsdóttur umsjónarkennara og Lindu Óladóttur textílkennara. Það er einstakt þegar nemendur fá tækifæri til að láta ljós sitt skína með leik og söng og erum við sannfærð um að við eigum eftir að sjá einhverja úr þessum hópi stíga á stokk á stærra sviði þegar fram líða stundir.

Foreldrafélagið stóð að vanda fyrir mögnuðu kaffihlaðborði, en innkoma vegna þess fer í rekstur foreldrafélagsins sem gengur út á að styðja við félagsstarf nemenda og skólastarfið.IMG_6130

Um kvöldið hélt 10. bekkurinn árshátíðarball. Mætingin var virkilega góð og voru nemendur 10. bekkjar hinir kátustu með ballið. DJ Darri sá um tónlistina og fengum við frábært hljóðkerfi og ljóskastara hjá Hinriki hjá NEOPixel.

Síðast uppfært 25.01 2016