Nemendasýningar á árshátíð á morgun, föstudag

free-clipart-music-notes1Á laugardag höldum við árshátíð hér í Oddeyrarskóla en á morgun, föstudag, tökum við forskot á sæluna og verða nemendasýningar árshátíðar þá en sýningar fyrir foreldra og aðra aðstandendur verða á laugardeginum ásamt glæsilegu kaffihlaðborði.

Á föstudag mæta nemendur í heimastofur sínar á venjulegum tíma, þ.e. kl. 8:10 Þá hefst undirbúningur sýninga og kl. 9:00 mæta allir á sal. Þá sýna nemendur sem verða á fyrri sýningu. Að því loknu fara allir nemendur í stofur, borða nesti og teygja úr sér. Þennan dag má koma með safa og sætabrauð til hátíðarbrigða (ath. ekki gos eða sælgæti). Eftir nesti fara allir nemendur aftur á sal og þá sýna þeir bekkir sem eru á seinni sýningu. Eftir frágang og lokaundirbúning fyrir laugardagssýningarnar er hádegismatur. Skóladegi lýkur á sama tíma og vant er á föstudögum.

Við minnum foreldra á að nú stendur yfir forsala á miðum fyrir árshátíðina. Hægt er að kaupa miða í forsölu í dag og á morgun.

Síðast uppfært 21.01 2016