Framkvæmdir á skólalóð

Í sumar hafa verið miklar framkvæmdir á skólalóðinni og þeim er ekki lokið. Vakin er athygli á því að hætta getur skapast ef börn eru að leik á vinnusvæðinu þar sem umferð stórra tækja er mikil. Það er einnig verið að skipta um gler í öllum gluggum á suðausturhlið svo þarna eru margir að störfum á litlu svæði. Vakin er athygli á því að börn hafa verið að fara inn á svæðið þar sem verið er að setja upp leiktæki, sérstaklega á kvöldin þegar starfsmenn eru farnir af svæðinu. Það er stórhættulegt að klifra í tækjunum sem ekki eru uppsett að fullu. Fallhætta er mikil og það er t.d. ekki búið að festa rörin í rennibrautinni saman. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að ræða það við börn sín að fara ekki inn á vinnusvæðið heldur bíða þar til það verður tilbúið.

Síðast uppfært 29.06 2023