Gjöf frá foreldrafélaginu

Fulltrúar frá foreldrafélagi Oddeyrarskóla komu færandi hendi í morgun þar sem þeir gáfu öllum nemendum skólans vatnsbrúsa. Brúsinn er appelsínugulur, sem hefur undanfarin ár verið litur skólans í keppninni Skólahreysti. Hann er merktur Foreldrafélagi Oddeyrarskóla og nafni hvers nemenda. Þetta er góð og nytsamleg gjöf og færum við í Oddeyrarskóla foreldrafélaginu hinar bestu þakkir fyrir. Myndir

Síðast uppfært 24.09 2019