Í dag tóku allir nemendur Oddeyrarskóla þátt í Norræna skólahlaupinu. Það var góð stemning í hópnum og veðrið gott.
Við byrjuðum á því að ganga á Þórsvöllinn (1,6 km) og á vellinum hlupu krakkarnir frá þremur og upp í átján hringi. Allir stóðu sig mjög vel og vorum við sérstaklega ánægð með að allir tóku þátt og hve krakkarnir voru duglegir að hvetja skólafélaga sína!
Norræna skólahlaupið er í samstarfi við MS og fáum við send viðurkenningarskjöl eftir áramót.
Þetta var frábær dagur og vonandi verðum við svona heppin með veður að ári 🙂
Kær kveðja frá Heimi Erni íþróttakennara og öðrum starfsmönnum Oddeyrarskóla.
Síðast uppfært 19.09 2014