Norræna skólahlaupið á föstudaginn

skolahlaupNæstkomandi föstudag, 19. september, taka nemendur Oddeyrarskóla þátt í Norræna skólahlaupinu. Við förum öll saman upp á Þórsvöll og hlaupið þar, mislangt eftir aldri nemenda. Lagt verður af stað á Þórsvöllinn kl. 8:45 og áætluð heimkoma er um kl. 11. Nemendur þurfa að hafa nesti með sér í poka, góða skó til að hlaupa í og vera klædd eftir veðri. Foreldrar eru eins alltaf hjartanlega velkomnir með okkur.

Síðast uppfært 17.09 2014