Nemendur á miðstigi heimsóttu Grasrót

photo 2 photo 5Hópur nemenda í 5. 6. og 7. bekk heimsótti Grasrót í síðustu viku.  Félagið Grasrót er skapandi samfélag fyrir áhugasamt fólk sem vill þróa hugmyndir sínar með litlum kostnaði. Í heimsókninni spjölluðu krakkarnir við fólk sem vann að sínum hugðarefnum.  Þeir fengu að sjá eldsmið, vefnað, sandblástur á gler, vinnu við gömul húsgögn, rennismíði og smíði flugmódela.  Krakkarnir voru áhugasamir, kurteisir og fengu hrós fyrir. Þetta var virkilega skemmtileg heimsókn og vel tekið á móti okkur.

Þökkum Grasrótarfélaginu kærlega fyrir okkur!

Síðast uppfært 22.09 2014