Oddeyrarskóli er heilsueflandi grunnskóli og við tökum þátt í þeim átaksverkefnum á landsvísu sem henta í skólastarfi. Göngum í skólann er eitt af þeim verkefnum og hefst á morgun. Við hvetjum alla, starfsmenn og nemendur til að ganga eða hjóla í skólann í stað þess að koma á einkabíl. Kennarar halda utan um skráningar en það er keppni um að fá sem flesta til að vera með. Af þessu tilefni munu allir nemendur og starfsmenn fá að gjöf endurskinsmerki sem við hvetjum foreldra til að hengja strax á yfirhafnir barnanna.
Síðast uppfært 05.09 2023