Heimsóknir umsjónarkennara í 8. bekk

Venja hefur verið hér í Oddeyrarskóla að umsjónarkennari 8. bekkjar heimsæki verðandi nemendur sína og foreldra/forráðamenn þeirra að hausti og hefur umsjónarkennari 8. bekkjar lokið við þær heimsóknir í ár. Tilgangur heimsóknanna er að efla tengsl heimilis og skóla með því að kynnast nemendum og foreldrum/forráðamönnum í öruggu umhverfi nemenda og fjölskyldna. Í heimsóknunum gefst tækifæri til að ræða skólann, námið, áhugamál, líðan,  hversdagsleikann og allt þar á milli. Heimsóknirnar voru í upphafi hluti af þróunarverkefni sem skólinn tók þátt í um aukið samstarf heimila og skóla. Kannanir sem gerðar hafa verið á reynslu foreldra/forráðamanna og nemenda af heimsóknunum hafa sýnt að almenn ánægja hefur verið með þetta fyrirkomulag og niðurstöður því hvatt okkur til að halda heimsóknunum áfram. 

Síðast uppfært 31.08 2023