Hausthátíð Foreldrafélags Oddeyrarskóla

Frá Foreldrafélagi Oddeyrarskóla

Hausthátíð Foreldrafélags Oddeyrarskóla verður haldin laugardaginn 13. september. Hátíðin hefst með skrúðgöngu kl. 11:00 frá bílastæði sunnan skólans og nú er mál að grípa sér potta og prik og hvað annað sem má nota til að slá taktinn í göngunni.

Að skrúðgöngu lokinni býður Foreldrafélagið upp á grillaðar pylsur og 10.bekkur sér að vanda um leiki á lóðinni. Við hvetjum alla til að mæta og bekkina til að keppa sín á milli í þeim þrautum sem verða settar upp. Einnig verður andlitsmálun í boði frá kl. 10:30.

Bekkirnir hafa hver sinn lit til að merkja sig með í bekkjakeppninni:

1. bekkur – gulur

2. bekkur – rauður

3. bekkur – grænn

4. bekkur – blár

5. bekkur – svartur

6. bekkur – hvítur

7. bekkur – fjólublár

8. bekkur – brúnn

9. bekkur – bleikur

10. bekkur – appelsínugulur

1. bekkur er sérlega boðinn velkominn í skólann!  Mætum öll og eigum glaðan dag.  Endilega lítið við á síðu félagsins á fésbókinni þar sem fréttir af starfi eru birtar og vekja má umræðu um málefni sem tengjast skólastarfinu:

https://www.facebook.com/ForeldrafelagOddeyrarskola

Hátíðin er einnig á fésbókinni og þar má skrá sig og deila viðburðinum:

https://www.facebook.com/events/370306539799422/?context=create&source=49

Með kærri kveðju,

Hannela Matthíasdóttir

formaður Foreldrafélags Oddeyrarskóla.

 

 

Síðast uppfært 11.09 2014