Þessa dagana stendur yfir innritun í grunnskóla bæjarins fyrir næsta vetur og er innritunarfrestur til 27. febrúar nk.
Innritunin er fyrst og fremst auglýst meðal foreldra barna sem fædd eru árið 2009 (verðandi 1. bekkur), en rétt er að vekja einnig athygli á því að ef foreldrar óska eftir að skipta um skóla fyrir börn sín þarf að sækja um í nýjum skóla fyrir þennan tíma. Vegna skipulagningar skólanna fyrir næsta skólaár er mjög mikilvægt að innritunum ljúki tímanlega.
Skólarnir hafa opin hús á mánudag og þriðjudag í næstu viku þar sem kostur gefst á að skoða og kynna sér starfið, tímasetningar má nálgast á vefslóðinni hér fyrir neðan. Af gefnu tilefni skal tekið fram að ekki þarf að innrita nemendur aftur í sama skóla og þeir ganga í nú þegar, aðeins ef óskað er eftir að þeir skipti um skóla.
Innritunarreglur, tímasetningar kynninga/opinna húsa, eyðublöð og rafrænt form fyrir umsóknir um grunnskóla má nálgast á heimasíðu skóladeildar.
Síðast uppfært 17.02 2015