Jóla-fjölgreindardagur

Í dag, miðvikudaginn 12. desember, héldum við jólafjölgreindardag. Nemendur voru í aldursblönduðum hópum allt frá 1. – 10. bekk og fóru á milli stöðva þar sem þau unnu ýmis jólatengd verkefni. Hver hópur fór á fimm stöðvar. Á einni stöðinni skáru nemendur út laufabrauð sem þeir gátu snætt með hátíðarmatnum sem boðið er uppá í mötuneytinu. Á öðrum stöðvum voru leikir og föndur og virtust allir una sér vel.

 

Hér eru nokkrar myndir frá deginum.

Síðast uppfært 12.12 2018