Gleðileg jól!

Í dag voru litlu-jól nemenda haldin hátíðleg.

Við sungum jólalög og dönsuðum í kringum jólatré á sal skólans við undirleik Ívans Mendez. Óvæntir  gestir komu í heimsókn (með miklum látum reyndar), en það voru þeir Giljagaur og Stekkjarstaur.

Sjá má sýnishorn frá deginum á meðfylgjandi myndum.

Starfsfólk Oddeyrarskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegrar jólahátíðar og gleðilegs nýs árs. Við þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða og hlökkum til endurfunda á nýju ári.

Síðast uppfært 20.12 2018