Á þriðjudaginn fóru fram krakkakosningar á miðstigi en krakkakosningar fara nú fram í skólum um allt land. Nemendur horfðu á kynningarmyndbönd á kosningavef Krakkaruv, þar sem frambjóðendur flokkanna sátu fyrir svörum um málefni sem tengjast krökkum.
Kjörklefi var settur upp á miðganginum og var kjörseðlum skilað í viðeigandi kjörkassa þegar krakkarnir höfðu gert upp hug sinn.
Þetta verkefni er í samræmi við ákvæði í Barnasáttmálanum þar sem kemur meðal annars fram að börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið. Með krakkakosningum börnum og ungmennum veitt það tækifæri að láta sínar skoðanir í ljós og velja þann stjórnmálaflokk sem þeim líst best á.
Niðurstöðurnar verða birtar á kosningavöku RÚV á kosningadegi.
Síðast uppfært 26.10 2017