Í dag, miðvikudaginn 8. nóvember, héldum við upp á alþjóðlegan baráttudag gegn einelti. Í upphafi dags áttu nemendur og starfsfólk stutta samverustund á sal, þar sem spjallað var um hvernig einkunnarorð skólans styðja baráttu gegn einelti. Nemendur 1. bekkjar fengu húfur að gjöf frà skólanum, en á þeim stendur GEGN EINELTI. Jafnframt fengu 1. bekkingar gúmmíarmbönd með einkunnarorðum skólans og setningunni: Ég legg ekki í einelti. En eldri nemendur skólans fengu slík armbönd á þessum degi fyrir þremur árum.
Allir nemendur fóru svo saman með möntru gegn einelti og að lokum sungum við vinalag Oddeyrarskóla undir dyggum forsöng 6. bekkjar, enda á það mjög vel við á þessum baráttudegi.
Mantran okkar hljóðar svo:
Ég virði ólíka einstaklinga,
ég sýni ábyrgð, virðingu og vináttu
og ég legg ekki í einelti.
Unnið er eftir fræðsluáætlun skólans gegn einelti og fengu nemendur því ýmis konar fræðslu sem hjàlpar okkur í baráttunni.
Síðast uppfært 08.11 2017