Samvinna er stór þáttur í öllu námi barna. Í síðustu viku reyndi aldeilis á samvinnu þegar nemendur á unglinga- og miðstigi aðstoðuðu þær Hrafnhildi og Laufeyju matráða við að útbúa hádegismatinn. Á matseðlinum voru pítsur og sýndu nemendur mikinn áhuga og dugnað við að fletja út botna, skera niður álegg og setja á pítsurnar. Að sjálfsögðu brögðuðust pítsurnar sérstaklega vel í hádeginu 🙂 Á myndasíðu skólans má finna fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi.
Síðast uppfært 30.09 2015