Síðustu þrjár vikur hefur landskeppnin Lífshlaupið staðið yfir. Þar eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig reglulega, en keppt er í ýmsum flokkum á landsvísu. Starfsfólk Oddeyrarskóla er mjög duglegt að hreyfa sig alla jafna en þar sem í skólanum vinnur mikið keppnisfólk var heldur betur bætt í síðustu vikur. Stór hluti starfsfólks fór á skriðsundsnámskeið til Ólympíufarans Röggu Run sem sagðist sjaldan hafa séð eins glæsilegan hóp saman kominn í lauginni 🙂 Námskeiðið var einstaklega skemmtilegt og gagnlegt og voru framfarir fólks miklar.Hér að neðan má sjá mynd af hópnum eftir 2 km. sundsprett.
Síðast uppfært 23.02 2016