Þriðjudaginn 19. september tóku nemendur Oddeyrarskóla þátt í Norræna skólahlaupinu. Skólinn leggur sig fram um að taka þátt í ýmsum hreyfi- og heilsutengdum viðburðum þar sem við erum heilsueflandi grunnskóli og með því hvetjum við nemendur okkar til hreyfingar og útivistar. Veðrið lék við okkur þennan dag og voru nemendur skólans virkilega duglegir að hlaupa.
Að hlaupi loknu bauð skólinn upp á ávexti og grænmeti til að gleðja mannskapinn enn frekar.
Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Með Norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Hér eru nánari upplýsinar af vef ÍSÍ um Norræna skólahlaupið.
Síðast uppfært 30.09 2017