Í dag, á meðan 7. bekkurinn lagði undir sig tölvuverið til að taka fyrstu rafrænu samræmdu könnunarprófin, fengu krakkarnir úr 3. og 4. bekk sem eru í upplýsingatæknismiðju hjá Svölu tækifæri til að vígja glænýjar og stórgóðar Chromebook fartölvur skólans.
Krakkarnir, sem hafa verið í þessari smiðju 3x í viku frá upphafi skólaársins, hafa verið að læra ýmislegt sem tengist upplýsingamennt og sýndu þeir skólastjóra í dag færni sína í forritun og gerð kynninga þar sem þeir notuðust við skyggnur á Google classroom og Prezi kynningar. Nemendur eru virkilega móttækilegir í tæknimálum og verður gaman að fylgjast með námi þeirra í framtíðinni.
Nýverið voru keyptar 16 öflugar Chromebook vélar í Oddeyrarskóla og eru þær ætlaðar nemendum. Fartölvuvagn er væntanlegur í byrjun október, en hann auðveldar alla umgengni um vélarnar. Við hlökkum virkilega til að koma þessum vélum í mikla notkun hjá öllum nemendum Oddeyrarskóla.
Síðast uppfært 22.09 2016